Þjóðmál - 01.06.2019, Side 37

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 37
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 35 farið í að styðja við peningastefnuna þegar henni var hrint í framkvæmd. Nú sé það of seint og erfitt verði að sannfæra aðildar ríki ESB um að setja á laggirnar pólitískt sambandsríki.“ Lilja segir að það sé ekki nóg að tala bara um stöðugan gjaldmiðil sem mælikvarða á lífsgæði. „Við höfum nú upplifað eitt mesta hagvaxtar- skeið sögunnar með uppbyggingu ferða- þjónustunnar, sem leitt hefur af sér mikið innflæði á gjaldeyri. Við höfum verið með hagvöxt upp á um 4% að meðaltali og þá vilja sumir að við séum á sama tíma með lágvaxtagjaldmiðil með neikvæða raunvexti. Við hefðum með þannig gjaldmiðil endað í óraunhæfum hagvexti og allt hefði farið úr böndunum,“ segir Lilja og vísar aftur til skrifa Milton Friedman. „Nú er samdráttur en þá erum við með okkar peningastefnu, sem við gætum ekki ef við værum á evrusvæðinu. Hagsveiflur eru ekki samfelldar á milli Íslands og lykilhagkerfa í Evrópu. Því þurfum við að vera með sveigjan- legri mynt og þá peningastefnu sem tekur mið að því sem er að gerast hér. Við erum nú með stóran gjaldeyrisforða og hreina erlenda skuldastöðu upp á 21% af landsframleiðslu, sem er nýlunda í íslenskri hagsögu. Skilyrðin eru okkur hagfelld en hagkerfið er vissulega smátt og við erum alltaf viðkvæmari fyrir utanaðkomandi aðstæðum. Við þurfum alltaf að vera á tánum en ég fullyrði að við hefðum aldrei getað unnið með jafngóðum hætti úr fjármálahruninu ef við hefðum verið í ESB. Við getum líka horft á kenningar Mundell um hið hagkvæma myntsvæði. Ein forsendan fyrir því að það gangi upp er sveigjanlegur vinnumarkaður. Hann er það að einhverju leyti í Evrópu en þó ekki að fullu. Bara það að það eru mörg mismunandi tungumál í Evrópu hamlar því að vinnumarkaðurinn sé sveigjanlegur, ólíkt því sem gerist til dæmis í Bandaríkjunum þar sem það er minna mál að flytja á milli svæða í leit að nýjum tækifærum eða eftir því sem efnahagurinn blæs.“ gislifreyr@thjodmal.is „Viðreisn telur að við eigum að fara í Evrópusambandið af því að við þurfum stöðugri gjaldmiðil. Mér finnst umræðan ekki byggð á því hvað er sjálfbært fyrir íslenskt hagkerfi. Umræðan einkennist oft af fyrirsögnum og það vantar dýpt.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.