Þjóðmál - 01.06.2019, Side 87

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 87
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 85 Kvikmyndarýni Gísli Freyr Valdórsson Bestu hliðar samfélagsins Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestamannaeyjum Framleiðendur: Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson Kvikmyndataka og samsetning: Sighvatur Jónsson Handrit og viðtöl: Skapti Örn Ólafsson Tónlist: Halldór Gunnar Pálsson Lengd: 76 mínútur Frumsýnd í júlí 2019 Sá sem hér skrifar hefur aldrei farið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en er reglulega minntur á það af heimamönnum af hverju hann er að missa. Fyrir utan óteljandi frásagnir heimamanna, sem ég hef verið svo heppinn að kynnast mörgum í gegnum tíðina, mætti segja að það næsta sem ég hafi komist Þjóðhátíð sé að horfa á heimildarmyndina Fólkið í Dalnum sem frumsýnd var í júlí. Það verður að segjast eins og er að höfundum myndarinnar, þeim Sighvati Jónssyni og S kapta Erni Ólafssyni, tekst að fanga bestu hliðar samfélagsins með mynd sinni. Einn helsti styrkur okkar Íslendinga er hvað við erum fámenn. Það sýnir sig á svo margan hátt en líklega best utan höfuðborgar- svæðisins. Samfélagið í Vestmannaeyjum er á margan hátt stórbrotið og það er gaman að fá innsýn í líf heimamanna, bæði við undirbúning Þjóðhátíðar og eins á meðan á henni stendur. Merkileg saga Árið 1874 fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli landnámsins með því að halda þjóðhátíð víða um land. Í Vestmannaeyjum var hátíðin haldin í Herjólfsdal, en ólíkt öðrum landshlutum og svæðum gerðu Eyjamenn sína hátíð að árlegum viðburði. Þjóðhátíð í Eyjum hefur nú verið haldin nær óslitið í 145 ár. Hún hefur vissulega þróast í gegnum tíðina en margir þættir hennar byggja þó á áratugagömlum hefðum. Árið 2013 ákváðu þeir Sighvatur og Skapti Örn að gera heimildarmynd um Þjóðhátíð 2014, þ.e. á 140 ára afmæli Þjóðhátíðar. Til stóð að gera stutta heimildarmynd en þeim varð brátt ljóst að ekki væri hægt að fanga allt það sem gerist fyrir, á meðan á henni stendur og eftir hana, á einni hátíð. Úr varð að þeir tóku upp efni og viðtöl á fimm hátíðum, þ.e. frá 2013-18, og úr varð sú heimildarmynd sem hér er um fjallað.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.