Þjóðmál - 01.06.2019, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 57
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 55 Skáksambandið fékk hingað til lands í kringum síðasta GAMMA Reykjavíkurskákmót Smbat Lputian, skólastjóra armenska skákskólans. Hann hitti meðal annars menntamálaráð- herra og fór yfir það sem hefur verið gerast í skákkennslumálum í Armeníu og víðar. Engin þjóð sinnir betur skákkennslu í skólum en Armenar. Þar hefur skák verið skyldufag í skólum síðan 2011. Þessi fámenna þjóð, sem telur um tvær milljónir, er ein allra sterkasta skákþjóð heims. Þrefaldir Ólympíumeistarar. Það er ekki nóg með að Armenar styðji við skákkennsluna af stórkostlegum krafti, heldur hafa þeir gert samhliða ýmsar rannsóknir á árangri skákennslunnar. Tæplega 20 manns við Háskólann í Jerevan hafa verið að skoða árangurinn og niðurstöðurnar eru sláandi. Það bætir námsárangur og félagsfærni að læra skák Undirritaður sótti í maí síðastliðnum ráðstefnu í Armeníu um skák í skólum. Þar mættu margir af helstu forkólfum skákarinnar, svo sem Judit Polgar, sterkasta skákkona allra tíma, og Nigel Short, einn varaforseta FIDE og fyrrverandi áskorandi um heimsmeistara- titilinn. Þar fór fjöldi armenskra vísindamanna yfir árangurinn af skákkennslunni auk þess sem gestir ræddu árangurinn í sínum löndum. Niðurstaða armensku vísindamannanna er afgerandi. Það eykur námsárangur og rökhugsun að læra skák. Það hefur einnig komið í ljós að skák eykur félagsfærni og dregur um leið krakkana frá snjalltækjunum. Í heimsókn forseta FIDE til Íslands lofaði hann meðal annars stuðningi við skákkennslu í skólum á Íslandi. Formaður skólaskáknefndar FIDE er áðurnefndur Lputian. Bæði hann og Dvorkovich eru miklir áhugamenn um skák á Íslandi og finnst landið tilvalinn vettvangur fyrir frumþróunarverkefni hérlendis sem gengi ekki síst út á það að styðja við skákkennara. FIDE og armenski skákskólinn eru tilbúin að leggja meðal annars fram kennsluefni sem við gætum nýtt okkur til að hjálpa til við skákkennslu í skólum. Velvilji Dvorkovich og Lputian gagnvart Íslandi er augljós. Tækifærin og grunnurinn eru til staðar. Forseti FIDE kom á framfæri loforði um stuðning við skákkennslu á Íslandi. Með stuðningi FIDE, opinberra aðila og einkaaðila getum við byggt ofan á þann góða grunn sem er til staðar. Ekki er svo verra að í kaupbæti fylgir bættur námsárangur, meiri rökhugsun og aukin félagsfærni komandi kynslóða! Greinarhöfundur ásamt Lputian, Dvorkovich og ráðherra sem heldur á kennsluefni frá armenska skákskólanum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.