Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 51
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 49
4. Lýðræði og viðskipti
Aukin lýðræðisþróun í Evrópu að lokinni
síðari heimsstyrjöld spilar veigamesta hlut-
verkið í friðarferlinu í álfunni. Evrópa var sár
eftir tvær styrjaldir á stuttum tíma. Öllum var
ljóst að byggja yrði álfuna upp á nýtt eftir
það niðurrif sem styrjaldirnar ollu.
Til að þetta gæti gerst var tvennt sem varð að
tryggja; lýðræði og almenna velmegun.
Ekki eru dæmi um það í sögunni að lýðræðis-
ríki hafi lýst yfir stríð gegn öðru lýðræðisríki.
Þýskaland var vissulega lýðræðisríki þegar
nasistar náðu völdum, en það er óhætt að
segja að lýðræðið hafi verið afnumið um það
leyti sem seinni heimsstyrjöldin hófst.
Evrópuríkin gerðu sér jafnframt grein fyrir því
að til að tryggja stöðugan frið í Evrópu yrði
að bæta kjör almennings. Af þeirri ástæðu
voru mynduð bandalög um viðskipti fyrst og
fremst. Með bættum lífsskilyrðum og aukinni
hagsæld var vonast til þess að lýðræðið festi
sig í sessi.
Það voru sex lýðræðisríki sem mynduðu Kola-
og stálbandalag Evrópu árið 1952 og lagði
það grunninn að frekari Evrópusamruna.
Stofnaðilar voru Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir
ásamt Benelux-þjóðunum Hollandi, Lúxem-
borg og Belgíu. Þessar sömu þjóðir stofnuðu
Efnahagsbandalag Evrópu (forvera Evrópu-
sambandsins) nokkrum árum síðar.
Hlutverk ESB og forvera þess
Með þessi fjögur atriði í huga eru allar líkur
á því að friður hefði haldist í Evrópu óháð
því hversu hraður eða hversu mikill Evrópu-
samruninn hefði verið á þessum tíma. Engin
ástæða er til að gera lítið úr því að Evrópu-
sambandið og forverar þess spila stórt hlut-
verk í þessu ferli, en leiðin að friði var alltaf í
gegnum frjáls viðskipti og lýðræði – í bland
við stuðning og veru Bandaríkjamanna.
Á þeim tíma sem liðinn er hafa orðið til nýjar
ógnir sem ríki Evrópu munu þurfa að takast á
við með sameiginlegum hætti. Hryðjuverka-
ógnin vofir yfir að einhverju leyti en nú
bætast við umhverfisógnir og óróleiki vegna
innflytjenda (þ.e. það er ágreiningur milli
ríkja á meginlandinu við ríki sem eiga landa-
mæri að Miðjarðarhafi og Mið-Austurlöndum),
að ónefndu misvægi í efnahag ríkjanna
innan Evrópusambandsins sem kemur fram
í atvinnu leysi, verðbólgu, minnkandi kaup-
mætti og óvissu í lífeyrisskuldbindingum
tiltekinna ríkja.
Það er ljóst að áskoranir ríkja innan Evrópu
eru margar. Allar eru þær lýðræðisþjóðir, flestar
eiga aðild að NATO, Bandaríkjamenn eru enn
með herstöðvar í sumum þeirra en þær eiga
sér ekki allar sama óvin. Því til viðbótar eru
hagsmunir þeirra ólíkir að mörgu leyti.
Sem fyrr segir má telja ólíklegt að innan
Evrópu brjótist út vopnuð átök á milli ríkja –
en það verða átök á vettvangi stjórnmála og
viðskipta á næstu árum.
Þá er spurning hvort Evrópusambandið, sem
margir vilja eigna friðinn síðustu áratugi,
getur haldið friðinn?
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og ritstjóri Þjóðmála.