Þjóðmál - 01.06.2019, Side 39
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 37
Mannauður, lífeyrissjóðir
og ríkisafskipti
Boðskapurinn er í stystu máli þessi: Þar
eð arður af fjármagni vex oftast hraðar en
atvinnulífið í heild sinni, verða hinir ríku
sífellt ríkari og öðlast óeðlileg ítök. Óheftur
kapítalismi leiðir til ójafnari dreifingar tekna
og eigna en góðu hófi gegnir. Vitnar Piketty
í rækilegar rannsóknir sínar og samstarfs-
manna sinna á tekju- og eignaþróun víða á
Vesturlöndum. Hann vill bregðast við með
alþjóðlegum ofursköttum, 80% hátekjuskatti
og 5% auðlegðarskatti.
Nú blasir einn galli á kenningu Pikettys við.
Hann undanskilur það fjármagn, sem ef til
vill er mikilvægast, en það er mannauður
(human capital). Það felst í þekkingu manna,
kunnáttu, þjálfun og leikni. Þótt menn eigi
vissulega misjafnlega mikið af mannauði,
dreifist hann þó eflaust jafnar um atvinnulífið
en annað fjármagn: Hefur hver sér til ágætis
nokkuð. Enn fremur verður að minna á, að
nú á dögum er verulegt fjármagn í höndum
lífeyrissjóða frekar en einkaaðila. Eignir lífeyris-
sjóða námu árið 2017 til dæmis 183% af lands-
framleiðslu í Hollandi og 152% á Íslandi.3
Þegar Piketty fullyrðir, að óheftur kapítalismi
leiði til ójafnrar tekjudreifingar, horfir hann
líka fram hjá þeim ríkisafskiptum, sem auka
beinlínis á hana. Eitt dæmi er tollar og
framleiðslukvótar, sem gagnast fámennum
hópum, en bitna á neytendum. Þá má nefna
ýmsar opinberar takmarkanir á framboði
vinnuafls, sem gera til dæmis læknum,
endurskoðendum, hárgreiðslumeisturum
og pípulagningamönnum kleift að hirða
einokunar hagnað.
Þriðja dæmið er skráning einkaleyfa og vernd
höfundarréttar: Auður Bills Gates myndaðist
ekki síst vegna einkaleyfa, og Agatha Christie
og J. K. Rowling urðu ríkar af höfundarrétti
(svo að ekki sé minnst á Piketty sjálfan).
Minna má og á niðurgreidda þjónustu við
efnað fólk, sem umfram aðra sækir tónleika
og sendir börn sín í háskóla.4 Tekjudreifingin
verður líka ójafnari við það, er eigendur og
stjórnendur fjármálafyrirtækja fá að hirða
gróðann, þegar vel gengur, en senda skatt-
greiðendum reikninginn, þá er illa fer, eins og
sást erlendis í síðustu fjármálakreppu.5
Velmegun blessun, ekki böl
Munurinn á Rawls og Piketty er að Rawls
hefur áhyggjur af fátækt, en Piketty af
auðlegð. Er skoðun Rawls ekki heilbrigðari?
Fátækt er böl, en auðlegð blessun. Sum okkar
geta sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel.
En ef til vill var þess ekki að vænta, að Piketty
gerði fátækt að neinu aðalatriði, því að mjög
hefur dregið úr henni í heiminum síðustu
áratugi. Samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða-
bankans bjó röskur þriðjungur mannkyns
við sára fátækt eða örbirgð árið 1990.
Aldarfjórðungi síðar, árið 2015, var þessi tala
komin niður í einn tíunda hluta mannkyns.6
Hundruð milljóna Kínverja hafa brotist úr
fátækt til bjargálna vegna þess, að Kína
ákvað upp úr 1980 að tengjast alþjóða-
kapítalismanum. En hagkerfið á meginlandi
Kína er aðeins eitt af fjórum kínverskum
hagkerfum. Lífskjarabætur hafa orðið miklu
meiri í þeim þremur kínversku hagkerfum,
sem reist eru á ómenguðum kapítalisma.
Árið 2017 var landsframleiðsla á mann 57.700
Bandaríkjadalir í Singapúr, 46.200 í Hong Kong
og 24.300 í Taívan, en aðeins 8.800 í Kína.7 Og
frjálsu kínversku hagkerfin þrjú sluppu við
ofsakommúnisma Maós, en í hungursneyðinni
vegna „Stóra stökksins“ í Kína 1958–1962
týndu um 44 milljónir manna lífi.8
Talnarunur um tekjur mega síðan ekki dylja
þá staðreynd, að lífið er almennt orðið miklu
þægilegra. Kjör fátæks fólks eru nú jafnvel
um margt betri en kjör ríks fólks fyrir tveimur
öldum vegna bíla, vatnslagna, húshitunar og
húskælingar, ísskápa, síma, netsambands,
ódýrra flugferða og ótal annarra lífsgæða.
Venjulegur launþegi vann fyrir 186 ljósa-
stundum (Lumen-stundum) á öndverðri
nítjándu öld, en fyrir 8,4 milljónum árið
2018.9 Lífið er ekki aðeins orðið betra, heldur
lengra. Árið 1751 voru lífslíkur við fæðingu 38
ár í Svíþjóð, en árið 2016 82 ár. Árið 1838 voru