Þjóðmál - 01.06.2019, Side 28

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 28
26 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Hvíta húfan ekki mikilvægust Lilja segir að annar þáttur sé að tryggja að hver og einn nemandi í samfélaginu geti lært og að hann finni að hann skipti máli. Til að allir finni sig með einhverjum hætti í menntakerfinu þurfi að vera rúmt val snemma á skóla- göngunni, til dæmis með aukinni áherslu á allt í senn, verknám, listnám og bóklegt nám. „Börnunum okkar líður almennt vel í skóla- kerfinu,“ segir Lilja og vísar í rannsóknir þess efnis. „Það er jákvætt og við eigum að vinna með þetta samhliða því að bæta grunnfærnina. Við skulum ekki gleyma því að Sókrates lagði mikla áherslu í sinni siðfræði á að hlúa að börnum og menntun þeirra. Hvert barn skiptir máli og það er skylda okkar allra að styrkja menntakerfið til að öll börn njóti sín.“ Lilja telur þó að mögulega hafi verið lögð of mikil áhersla á það að beina börnum í bóklegt nám. „Um 70% nemenda halda áfram í bóklegu námi eftir grunnskóla en hlutfallið í Noregi er um 50%, sem er nær öðrum Evrópuríkjum. Á sama tíma erum við með meira brotthvarf á framhaldsskólastiginu. Ég tel að við höfum ekki hugað nógu vel að því að temja okkur það hugarfar að öll börn hafa hæfileika og þau skipta öll máli. Það er samfélagsins að búa til tækifæri og svo þarf að aðstoða börnin okkar við að finna þessa hæfileika, sinna þeim og fylgja þeim eftir,“ segir Lilja. Höfum við sem samfélag litið niður á iðnnám og jafnvel fundist það minna virði en bóknám? „Ég myndi orða það þannig að við höfum ekki áttað okkar á mikilvægi verk- og iðn- þekkingar fyrir atvinnulífið,“ segir Lilja. „Mögulega erum við of formleg hvað menntun varðar. Fræðslulögin eru sett árið 1907 og Háskóli Íslands stofnaður 1911, þannig að við erum ung menntaþjóð í þeim skilningi. Á þessum tíma hefur verið litið á það sem stórt skref að klára stúdentspróf. Nú erum við að horfa á allt annan veruleika og hæfileikar okkar nýtast í víðara samhengi. Við erum stödd í stærstu upplýsinga- og samskipta- byltingu allra tíma og vinnumarkaðurinn breytist hratt í takt við það. Þess vegna þurfum við að byggja upp sterka grunnfærni til að geta blómstrað í þessu nýja hagkerfi. Þessi mikla áhersla mín á læsi er þáttur í því að styrkja grunninn. Sterkur lesskilningur kemur að notum í öllum störfum og hjálpar okkur að tileinka okkur nýja tækni og þekkingu. Við sjáum dæmin allt í kringum okkur. Vegna tæknibyltingarinnar er eitt lengsta hagvaxtar- skeið Bandaríkjanna að eiga sér stað núna og Bandaríkjamenn átta sig á því hvað þetta skiptir miklu máli. Það gagnast bæði atvinnu- lífinu og menntakerfinu að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi fái að blómstra og að við séum ekki með of miklar hindranir.“ Lilja segir að einnig megi velta því upp hvort ástæða sé til þess að hafa mismunandi lit á húfum útskriftarnema úr framhaldsskóla. „Menntakerfið stendur ekki og fellur með lit á húfum, en skilaboðin hafa alltaf verið þau að hvíta húfan sé mikilvægari en þær rauðu eða grænu. Þetta er rangt og þessu þarf að breyta,“ segir Lilja. „Á undanförnum árum hefur aðsókn í aðrar greinar en bóklegar þó aukist. Umsóknum í Tækniskólann hefur til að mynda fjölgað mikið, 32% í ár, og hann er nú orðinn næst- vinsælasti framhaldsskóli landsins. Ég er mjög ánægð að sjá hvernig Tækniskólinn hefur verið að þróast, þar er öflug forysta og mikill metnaður fyrir hönd nemendanna. Það að ljúka námi þar er ekki minna virði en að ljúka stúdentsprófi. Fólk fer mismunandi leiðir í lífinu en mikilvægast er að það velji þær leiðir sjálft. Þá þurfum við að vera búin að tryggja að hægt sé að fara þær leiðir sem fólk velur.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.