Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 87

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 87
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 85 Kvikmyndarýni Gísli Freyr Valdórsson Bestu hliðar samfélagsins Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestamannaeyjum Framleiðendur: Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson Kvikmyndataka og samsetning: Sighvatur Jónsson Handrit og viðtöl: Skapti Örn Ólafsson Tónlist: Halldór Gunnar Pálsson Lengd: 76 mínútur Frumsýnd í júlí 2019 Sá sem hér skrifar hefur aldrei farið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en er reglulega minntur á það af heimamönnum af hverju hann er að missa. Fyrir utan óteljandi frásagnir heimamanna, sem ég hef verið svo heppinn að kynnast mörgum í gegnum tíðina, mætti segja að það næsta sem ég hafi komist Þjóðhátíð sé að horfa á heimildarmyndina Fólkið í Dalnum sem frumsýnd var í júlí. Það verður að segjast eins og er að höfundum myndarinnar, þeim Sighvati Jónssyni og S kapta Erni Ólafssyni, tekst að fanga bestu hliðar samfélagsins með mynd sinni. Einn helsti styrkur okkar Íslendinga er hvað við erum fámenn. Það sýnir sig á svo margan hátt en líklega best utan höfuðborgar- svæðisins. Samfélagið í Vestmannaeyjum er á margan hátt stórbrotið og það er gaman að fá innsýn í líf heimamanna, bæði við undirbúning Þjóðhátíðar og eins á meðan á henni stendur. Merkileg saga Árið 1874 fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli landnámsins með því að halda þjóðhátíð víða um land. Í Vestmannaeyjum var hátíðin haldin í Herjólfsdal, en ólíkt öðrum landshlutum og svæðum gerðu Eyjamenn sína hátíð að árlegum viðburði. Þjóðhátíð í Eyjum hefur nú verið haldin nær óslitið í 145 ár. Hún hefur vissulega þróast í gegnum tíðina en margir þættir hennar byggja þó á áratugagömlum hefðum. Árið 2013 ákváðu þeir Sighvatur og Skapti Örn að gera heimildarmynd um Þjóðhátíð 2014, þ.e. á 140 ára afmæli Þjóðhátíðar. Til stóð að gera stutta heimildarmynd en þeim varð brátt ljóst að ekki væri hægt að fanga allt það sem gerist fyrir, á meðan á henni stendur og eftir hana, á einni hátíð. Úr varð að þeir tóku upp efni og viðtöl á fimm hátíðum, þ.e. frá 2013-18, og úr varð sú heimildarmynd sem hér er um fjallað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.