Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 53
Tryggingastofnun Hlíðasmára 11 | 201 Kópavogur Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is Nánari upplýsingar um störfin veita: Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri réttindasviðs í síma 560 4400 og Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 560 4400. Umsóknarfrestur um störfin er til og með 8. nóvember 2021. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á starfatorg.is VILTU STARFA Í FAGTEYMI TR UM HEILSU- OG FÆRNIMAT? Hefur þú brennandi áhuga á heilbrigðis- og velferðarmálum og langar að starfa í fagteymi á sviði heilsu- og færnimats einstaklinga? – þá ættu störfin hér að neðan að höfða til þín. Um er að ræða spennandi störf í þverfaglegu teymi heilbrigðisstarfsfólks og annarra sérfræðinga sem starfa í framúrskarandi starfsumhverfi á réttindasviði Tryggingastofnunar. Við hjá TR leggjum áherslu á góðan starfsanda, sveigjanlegan vinnutíma, samvinnu og jafnræði. Laus er til umsóknar starf fagstjóra sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun. Leitað er eftir framsæknum einstaklingi sem þarf að búa yfir miklum áhuga á endurhæfingu og úrræðum tengd örorku. Starfið byggir á öflugri teymisvinnu þar sem fagstjóri mun verkstýra öflugum hópi sérfræðilækna. Starfið veitist frá 1. janúar 2022 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 50-80%. Helstu verkefni og ábyrgð - Læknisfræðilegt mat á umsóknum um örorku lífeyristrygginga. - Ráðgjafi við læknisfræðileg mál svo sem við mat á umsóknum um endurhæfingarlífeyri, bifreiðastyrk og umönnunarmat. - Annað það er kemur að læknisfræðilegu mati varðandi almannatryggingar. - Fagleg uppbygging, þróun og skipulag á læknisfræðilegri ráðgjöf. - Stjórnun teymisvinnu. Hæfnikröfur - Leitað er að sérfræðilækni með víðtæka reynslu á sviði bæklunar- lækninga, endurhæfingarlækninga, geðlækninga, heimilislækninga, lyflækninga eða öðrum sérfræðigreinum sem nýtast í starfi við mat á sviði bótaréttar og endurhæfingar. - Víðtæk læknisfræðileg starfsreynsla sem nýtist í starfi. - Reynsla og færni í verkefnastjórnun. - Reynsla af stjórnsýslu er kostur. - Þekking á flokkunarkerfum og matskvörðum í heilbrigðisþjónustu. - Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna. - Leiðtogahæfileikar, faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni. - Frumkvæði og metnaður til að ná árangri. - Íslenskt sérfræðileyfi sem nýtist í starf á sviði bótaréttar og endurhæfingar. Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í matshópi sem ber m.a. ábyrgð á úrvinnslu umsókna um foreldragreiðslur og greiðslur til umönnunaraðila fatlaðra og langveikra barna. Starfið byggir á frumkvæði og þéttu faglegu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Starfið veitist frá 1. desember 2021 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%. Helstu verkefni og ábyrgð - Mat, greining og úrvinnsla umsókna um umönnunar- og foreldragreiðslur vegna fatlaðra og langveikra barna. - Samvinna í teymi fyrir mat endurhæfingar og örorkumála. - Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila. - Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu. - Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga. - Önnur sérhæfð verkefni. Hæfnikröfur - Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. sálfræði, þroskaþjálfun, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun eða félagsráðgjafa. - Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur. - Krafa um klíníska reynslu á sviði velferðar- eða heilbrigðisþjónustu. - Þekking og reynsla af þjónustu við fötluð og langaveik börn og fjölskyldur þeirra. - Þekking á flokkunarkerfum og matskvörðum í velferðar- og heilbrigðisþjónustu. - Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna. - Mjög gott vald á rituðu íslensku máli. - Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði. Um er að ræða spennandi og krefjandi sérfræðistarf í matshópi á sviði endurhæfingar og lífeyrismála. Starfið byggir á frumkvæði og miklu og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga. Starfið veitist frá 1. desember 2021 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall 80-100%. Helstu verkefni og ábyrgð - Mat, greining og úrvinnsla umsókna um endurhæfingarlífeyri. - Samvinna í teymi fyrir mat á örorku, endurhæfingu og umönnunarþörf barna og aldraðra. - Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila. - Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu. - Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga. - Önnur sérhæfð verkefni. Hæfnikröfur - Háskólamenntun á sviði heilbrigðis eða félagsvísanda, s.s. hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun eða félagsráðgjafa. - Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur. - Krafa um klíníska reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu, t.d. á sviði endurhæfingar, geðverndar, heilsugæslu eða sjúkarahúsþjónustu. - Þekking á flokkunarkerfum og matskvörðum í velferðar- og heilbrigðisþjónustu. - Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna. - Mjög gott vald á rituðu íslensku máli. - Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði. Sérfræðingur á sviði heilsu- og færnimats með áherslu á endurhæfingu Sérfræðingur á sviði heilsu- og færnimats með áherslu á umönnun fatlaðra og langveikra barna Fagstjóri sérfræðilækna hjá Tryggingastofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.