Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 70
Útgáfuhóf vegna smásagna- safnsins Óratíma sem kom út fyrr á árinu, verður í Bóka- kaffinu í Ármúla í dag. Óra- tími er safn vísindasmásagna eftir átta höfunda sem eru hluti af félaginu Smásögur. sandragudrun@frettabladid.is Hópur skálda tók sig saman árið 2011 og ákvað að gefa út smá- sagnasafn. Þetta voru ólíkir höfundar með mismikla reynslu af ritstörfum en allir höfðu þeir metnað til að skila frá sér góðum sögum. Síðan þá hefur hópurinn gefið út eitt smásagnasafn á ári. Í ár kom út tíunda bókin, sem ber nafnið Óratími og er þema hennar vísindaskáldsögur. „Við höfum alltaf eitthvað þema. Það er alltaf skemmtilegra þegar fólk fer að kaupa bók að vita nokkurn veginn að hverju það gengur, hvort það sé að fara að lesa krimma eða gamanmál og að bókin sé ekki öll í belg og biðu. En það er spurning hvort maður ætti að fara að gera konfektkassa, eitt- hvað bland,“ segir Róbert Marvin Gíslason, einn höfundanna í hópnum. „Við vinnum þannig að hvert og eitt okkar skrifar smásögu sem við skilum inn á rýnivef sem ég bjó til. Við rýnum sögurnar hjá hverju öðru en við setjum upp skema um hver les hjá hverjum. Við miðum við að hver saga sé rýnd af þremur höfundum til að fá sem fjölbreytt- ast sjónarhorn á hana. Við sem erum hópstjórar þurfum að lesa allar sögurnar. Við stingum svo upp á lagfæringum og annað hvort taka höfundar það til sín eða koma með rök gegn því. Gagnrýnin er ekkert meitluð í stein,“ útskýrir hann. Róbert segir að eftir margra ára reynslu hópsins af útgáfu smá- sagna séu þau komin með kerfi sem gangi nokkuð smurt, en mark- miðið er auðvitað að gefa út bækur með góðum sögum. „Við pössum alltaf upp á að sögurnar sem eru sendar inn passi í þemað, stundum er það á mörkunum, þá leyfum við höfundi að njóta vafans. Næsta bók verður barnasögur, hugsaðar fyrir um það bil 8-12 ára börn. Við erum í þeim fasa að skrifa núna og svo skilum við þeim í rýni á næstu dögum. Eftir það fer bókin í prófarkalestur og við gerum ráð fyrir að útgáfa verði í vor,“ útskýrir hann. Verðlaunahöfundar og nýir höf- undar í bland Höfundarnir í hópnum kjósa um nafn á bókunum og fá líka að spreyta sig á kápuhönnun, sem einnig er kosið um. Bókin er því að öllu leyti samstarf hópsins. „Við getum alltaf bætt við nýjum höfundum í hópinn, en það er Leyfa skúffuhöfundum að spreyta sig Róbert Marvin segir tilganginn með hópnum að vekja athygli á nýjum höf- undum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR skilyrði að fólk geti komið frá sér almennilegum texta. Þegar við byrjuðum buðum við hinum og þessum skúffuhöfundum að spreyta sig og taka þátt. Síðan þá hefur ákveðinn kjarni haldist í hópnum en það koma alltaf einhverjir nýir inn. Við vinnum þetta allt á internetinu og hitt- umst eiginlega ekkert, svo fólk þarf að vera svolítið virkt á netinu ef það vill vera með. Það hafa ekki allir góð tök á tækninni, en það er þröskuldur sem fólk þarf að geta yfirstigið. Við höfum leitt þá sem eru nýir í gegn og þeir hafa verið að skila af sér góðum sögum sem fólk hefur haft gaman af,“ segir Róbert. „Tilgangurinn með þessum hóp er einmitt að vekja athygli á nýjum höfundum. Það er vonandi að við kveikjum einhverja bakteríu í þeim og þeir haldi áfram og verði góðir höfundar, jafnvel metsölu- höfundar. En við erum ekki bara með nýja höfunda, það er slatti af verðlaunahöfundum í hópnum. Einar Leif Nielsen gaf til dæmis út Sýndarglæpi og vann samkeppni á Storytel fyrir hana. Nokkrir innan hópsins hafa líka gefið út smá- sögur erlendis. Ég sjálfur hef gefið út þrjár skáldsögur fyrir fullorðna, sú síðasta var Stúlkan með rauða hárið sem er aðgengileg á Storytel, einnig hef ég gefið út bækur fyrir unglinga og leikskólabörn, svo það eru líka reynslumiklir höfundar í hópnum.“ Róbert segir að ef fólk hefur áhuga á að vera með í smásögu- hópnum þá sé hægt að fara inn á vefsíðu hans, smasogur.com og lesa sér til um reglurnar, en þar eru einnig upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband. Hópurinn er einnig með síðu á Facebook. Róbert bætir við að allir sem hafi áhuga séu velkomnir í útgáfuhófið fyrir bókina Óratíma, sem verður í Bókakaffinu Ármúla 42 í dag á milli 16.00 og 17.00. Höfundar bókarinnar eru: Árný Stella Gunnarsdóttir, Ásdís Ingólfsdóttir, Einar Leif Nielsen, Elísabet Kjerúlf, Hákon Gunnars- son, Róbert Marvin Gíslason, Jóhanna K. Atladóttir og María Siggadóttir. n Berum ábyrgð á eigin heilsu www.nlfi.is Sjálfbærni og umhverfisvernd Af hverju skiptir þetta máli og hvað er hægt að gera? Gunnar Dofri Ólafsson Eyrún Gígja Káradóttir Gunnar S. Magnússon Stefán Gíslason Sævar Helgi Bragason Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - Þriðjudaginn 9. nóvember kl.19:30 Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 19:30 • Grænn lífsstíll • Innkaup • Mataræði - kolefnisspor • Heimilissorp - flokkun • Umgengni • Neysluósiðir • Nýjasta nýtt í umhverfisvernd Fundarstjóri: Gunnar S. Magnússon sviðsstjóri sjálfbærni hjá Ernst & Young Frummælendur: Gunnar Dofri Ólafsson sérfr. í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu Endar þetta ekki bara allt í sömu holunni hvort eð er? Sævar Helgi Bragason rithöfundur og stjörnufræðingur Grænn lífsstíll og eigin reynsla af umhverfisvernd Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku Neysluhyggja og meðhöndlun úrgangs Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Matur er ekki bara matur Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir 6 kynningarblað A L LT 6. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.