Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 6
Mikilvægt neyðarkall til þín! Tökum vel á móti sjálfboðaliðum næstu daga, svörum neyðarkallinu og stuðlum þannig að eigin öryggi. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Félags- og barnamála- ráðherra segir erfitt að mynda nýja ríkisstjórn fyrr en niðurstaða er fengin um alþingiskosningarnar í Norðvesturkjördæmi. „Formenn flokkanna hafa haldið utan um þessar stjórnarmyndunar- viðræður og þeir hafa haldið þessu nálægt sér, sem er gott upp á traust þeirra á millum. Samt hafa þeir líka að einhverju leyti upplýst okkur,“ segir Ásmundur Einar Daðason. „Ég bíð eins og aðrir spenntur eftir að sjá hvað kemur út úr viðræð- unum. Ég treysti mínum formanni vel til að leiða þau mál til lykta.“ Ásmundur Einar vann kosninga- sigur fyrir Framsóknarf lokkinn í Reykjavík og hefur skorað hátt í vinsældamælingum. Verður hann áfram ráðherra? „Við skulum sjá til. Ef ný ríkis- stjórn verður til í næstu viku kemur það í ljós.“ En telur hann hægt að mynda ríkisstjórn á meðan staðan í Norð- vesturkjördæmi er óljós? „Nei, ég held að það sé mikilvægt að fá úr því skorið hverjir eru raun- verulegir þingmenn og það er beðið eftir því. Á meðan sinnum við okkar störfum en vonandi kemur svo að því í næstu viku að við sjáum næstu skref í þessu,“ segir ráðherrann. n Ásmundur Einar verst svara um eigin framtíð Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barna- málaráðherra kristinnpall@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráð Hafnar- fjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að veita Víðistaða- kirkju fjárstyrk upp á tíu milljónir króna til þess að ráðast í nauðsyn- legt viðhald á þaki og gluggum kirkjunnar. Vegna ástandsins liggur hið víðfræga freskuverk eftir Balta- sar Samper undir skemmdum. Sama mál kom upp fyrir fimm árum síðan þegar Hafnafjarðarbær samþykkti að veita 2,5 milljónir króna, tífalt meira en áður hafði verið samþykkt, til viðgerða vegna þakleka. Frá vígslu Víðistaðakirkju hafa freskumyndirnar verið stórt kenni- leiti kirkjunnar eftir því sem kemur fram á heimasíðu hennar. n Tíu milljónir til að bjarga verki Baltasars Í Víðistaðakirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eftir lélegt ár hjá sveitar- félögum árið 2020 versnaði staðan til muna árið 2021 og stefnir í enn þá verra ár 2022. Fjárhagsáætlanagerð er í fullum gangi en slík plögg hafa verið hálf marklaus í faraldrinum. Kjarasamninga- gerð og samningar við ríkið eru fram undan. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Fjárhagsáætlana- gerð er í gangi og sveitarfélögin sjá áfram fram á erfiða tíma. Einkum vegna launahækkana sem og dýrra málaf lokka á borð við málefni fatlaðs fólks og rekstur hjúkrunar- heimila. Fjárhagsáætlanir fyrir árið 2020 urðu marklaus plögg eftir að faraldurinn skall á og fjárhags- áætlanagerðin fyrir þetta ár reynd- ist afar strembin. „Það er fyrirsjáanlegur halli hjá sveitarfélögunum á næsta ári miðað við þær vísbendingar sem við höfum. Hljóðið er býsna þungt í mönnum og okkur er sagt að þetta sé erfiðasta fjárhagsáætlanagerð sem fólk hafi farið í gegnum,“ segir Sigurður Snævarr, hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þegar eru komnar fram áætlanir í Reykjavík og Garðabæ, en sam- bandið hefur heyrt í sveitarstjórnar- fólki víða um land vegna þessa. Sigurður segir árið 2021 eitt af slökustu árunum síðan 2002, þegar nýtt fyrirkomulag reikningshalds var tekið upp. En það hafi verið skárra en búast mætti við, aðallega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar til að örva efnahagslífið. Halli var 2,4 prósent af tekjum árið 2020 og 5,8 árið 2021. Árið 2019 var skuldahlutfall af tekjum 80,5 prósent, 84,9 prósent ári seinna, en 102,6 prósent í ár. Enda hafa sveitar- félögin almennt frekar tekið lán en að skerða þjónustuna eða fresta framkvæmdum. Sigurður segir launahækkanir hafi litað þróunina og étið upp þá tekjuaukningu sem orðið hafi. „Í Lífskjarasamningunum var mikil áhersla lögð á að hækka lægstu laun- in. Settar voru á krónutöluhækkanir í stað hlutfallslegra hækkana. Þetta er að reynast sveitarfélögunum gríðarlega dýrt,“ segir hann. Þetta eigi einkum við næsta ár, en hækkunin fyrstu sex mánuði 2022 miðað við 2021 verður 16,2 prósent hjá sveitarfélögum, miðað við 12,1 hjá ríkinu og 7,2 á almennum mark- aði. Lífskjarasamningarnir renna út um þarnæstu áramót og sveitar- félagasamningar flestir í mars 2023. Stóra verkefnið núna eru samningar við kennara, sem eru lausir um ára- mót og eru „stór biti fyrir sveitar- félögin“, að sögn Sigurðar. Kjaramál eru þó ekki einu stóru áskoranirnar sem sveitarfélögin standa frammi fyrir. Dýrar rekstr- areiningar eins og málefni fatlaðs fólks og hjúkrunarheimili hafa verið bitbein undanfarin misseri. Samn- ingaviðræður um daggjöld hjúkr- unarheimila eru að hefjast og nefnd um kostnað málefna fatlaðra á að skila niðurstöðum öðrum hvorum megin við áramót. Sigurður segir stjórnvöld hafa sæmilegan skilning á þeirri stöðu sem sveitarfélögin eru í. Það sem reyni á sé viljinn til lagfæringar í einstökum málaflokkum. n Erfiðasta fjárhagsáætlanagerð sem fólk hafi farið í gegnum Dýrar rekstrareiningar eins og hjúkrunarheimili hafa verið bitbein undanfarin misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þetta er að reynast sveitarfélögunum gríðarlega dýrt. Sigurður Snævarr, hag- fræðingur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga kristinnpall@frettabladid.is VERÐLAGSMÁL Verð á matvörum á heimsvísu hækkaði þriðja mánuð- inn í röð og hefur ekki verið hærra síðan í júlí árið 2011. Alls var hækk- unin tæplega þrjú prósent og kemur helst niður á tekjulægri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur fram að heimsmarkaðsverð á mat, orku og öðrum nauðsynjavörum hafi hækkað það sem af er ári vegna áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins. Það komi meðal annars niður á matvælaiðnaðinum með hækk- andi orkuverði og minni uppskeru. Meðal þess sem hækkaði í verði var morgunkorn, hveiti, maís, hrísgrjón og grænmetisolía sem hækkaði um 9,6 prósent, mest allra matvæla. Á sama tíma lækkaði verðið á kjöt- vörum í októbermánuði, og sykri. n Matvöruverð hækkar enn á ný 6 Fréttir 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.