Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 4
Reykjavík þurfi að brjóta nýtt land en þétta líka áfram byggð. Opnun Mannvirkjaskrár til bóta. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Fréttablaðið greindi frá því í gær að fasteignasalar á höfuðborgarsvæðinu hefðu aldrei séð eins fáar íbúðir til sölu. Þær eru sjöfalt færri en um mitt ár í fyrra, hlaupa á örfáum hundruðum. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur að íbúðaskorturinn sé eitt dæmi um að þörf sé á sameiningu málaf lokka húsnæðismála undir einn hatt. „Ja, klárlega skortir yfirsýn,“ segir Sigurður Ingi. „Það skortir samtal milli skipulags og bygginga. Ein leið til þess gæti verið að koma yfir- stjórn á einn stað.“ Mannvirkjaskrá sem var opnuð í gær, rafrænn gagnagrunnur, er dæmi um mikilvæga úrbót, að sögn Sigurðar Inga. Í nýju gáttinni verði meðal annars hægt að fylgjast með einstökum eignum, sveitarfélögum, eftirliti og byggingartíma. Óheppi- legt sé að einn málaflokkur, hús- næðismál, hafi dreifst á tvö til fjögur ráðuneyti. „Þetta er vandamál og afleiðing- arnar geta orðið alvarlegar eins og við sjáum núna í íbúðamálunum," segir Sigurður Ingi. „En það má ekki gleyma að í kringum höfuðborgina er mikil uppbygging." Fasteignaverð þýtur upp á sama tíma og lítið er að hafa fyrir þá sem leita að húsnæði til kaups. Sigurður Ingi er ekki eini ráðherrann sem hefur áhyggjur af stöðunni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var við- staddur opnun Mannvirkjaskrár. „Sú uppbygging sem þarf að fara fram á suðvesturhorninu er gríðar- leg,“ segir hann. Skortur á íbúðum hafi vegna verð- hækkana og húsnæðiseklu aukið byggð í nálægum sveitarfélögum á suðvesturhorninu. Borgin þurfi að vinna að tveimur leiðum samtímis. „Það er bæði hægt að þétta byggð og skipuleggja ný svæði,“ segir Ásmundur Einar. „Önnur sveitar- félög í kringum Reykjavík hafa brotið land og það þarf líka að gera það í Reykjavík.“ Sigurður Hannesson hjá Sam- tökum iðnaðarins segir að hraða þurfi skipulagsmálum hjá sveitar- félögum, gefa út fleiri leyfi og koma fleiri verkefnum af stað. „Auðvitað stendur það atvinnulífi fyrir þrifum ef allir hafa ekki þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, segir að allt húsnæði seljist nú í Reykja- nesbæ um leið og það komi á mark- að. Sama á við um mörg sveitarfélög víða um land þótt suðvesturhornið sé heitast. Ein ástæða húsnæðiseklunnar er, að sögn Kjartans, sú að margir inn- f lytjendur hafi áður búið í ósam- þykktu og óviðunandi húsnæði. Nú séu þeir vonandi flestir komnir í betra skjól. Kjartan segir það sína skoðun að sveitarfélögum beri skylda til að útvega þeim sem vilji búa innan þeirra nægt húsnæði. n Það skortir samtal milli skipulags og bygginga. Ein leið til þess gæti verið að koma yfir- stjórn á einn stað. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórn- aráðherra 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN ÍSBAND FRUMSÝNIR FYRSTA FALLEGA RAFMAGNSSMÁBÍLINN FIAT 500e. 6. NÓVEMBER KL. 12-16 UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI. Ráðherrar sammála um að mikill skortur á íbúðum sé alvarlegur vandi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Frá opnun Mannvirkjaskrár í gær. Í skránni verður hægt að skoða fjölda íbúða í byggingu eftir byggingar- stigi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR birnadrofn@frettabladid.is REYKJAVÍK Aðgerðaáætlun Reykja- víkurborgar gegn of beldi var lögð fram á síðasta fundi of beldisvarna- nefndar þar sem samþykkt var að kynna áætlunina á vefnum Betri Reykjavík og kalla eftir ábending- um. Frestur til að skila inn umsögn- um eða ábendingum er til og með 19. nóvember næstkomandi. Aðgerðaáætlunin er unnin af of beldisvarnanefndinni og sam- kvæmt upplýsingum á vef borgar- innar er hún sett fram til að fá „yfir- sýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn of beldi.“ Þá er henni einnig ætlað að vera vegvísir í baráttunni gegn of beldi og tryggja að þau verkefni sem til- greind eru séu framkvæmd. Í drögum að áætluninni eru til- greindar 32 aðgerðir sem snúa meðal annars að barnavernd, vændi og mansali og samstarfi til ef lingar öryggis á skemmti- stöðum. n Kynntu aðgerðir gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin er unnin af ofbeld- isvarnarnefnd Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnpall@frettabladid.is RAFÍÞRÓTTIR Ólafur Hrafn Stein- arsson, formaður Raf íþrótta- samtakanna, áætlar að rúmlega hundrað milljónir manna fylgist með úrslitaleiknum í World Cham- pionship í tölvuleiknum League of Legends, sem fer fram í Laugar- dalshöll um helgina. Með því lýkur dvöl rafíþróttaliða sem hafa undanfarinn mánuð verið á Íslandi og keppt í stærsta móti ársins í einum vinsælasta tölvuleik heims. Í úrslitaleiknum mætast kínverska liðið EDward Gaming og DAMWON Gaming frá Suður-Kóreu og verður sýnt frá leiknum á nítján mismun- andi tungumálum víðs vegar um heiminn. Ólafur segir að síðustu ár hafi yfirleitt rúmlega hundrað millj- ónir manna fylgst með úrslita- leiknum og sé því hægt að búast við sambærilegum áhorfenda- fjölda í ár. Þá sé von á athöfn í borgum í Kína og Suður-Kóreu í tengslum við úrslitaleikinn þar sem fólk komi saman til að fylgjast með úrslitaleiknum. n Hundrað milljónir horfa á úrslitaleik í Reykjavík Á keppnisstað í Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY birnadrofn@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Launagreiðend- um sem skráðir eru í viðskiptahag- kerfið hér á landi fjölgaði um 501 frá því í september 2019 þar til í sept- ember á þessu ári. Nú eru skráðir launagreiðendur 15.477 talsins. Launagreiðendum með í það minnsta fimmtíu launþega fækk- aði um nítján talsins á umræddu tímabili, en á sama tíma fjölgaði launagreiðendum með færri en tíu launþega um 524. Í byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð fjölgaði launagreiðendum um 200, eða tæp sjö prósent. Launagreiðendum í ferðaþjón- ustu fjölgaði um 15,6 prósent á milli ára og voru í september á þessu ári 534 talsins. n Fleiri smærri launagreiðendur 4 Fréttir 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.