Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 96
Það er draumur í dós að vinna með Helgu, hún er gull í gegn. Íslenska barnamyndin Birta er komin í bíó og leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson segist nú þegar vera orðlaus yfir við- tökunum. svavamarin@frettabladid.is „Guð, við erum búin að fá svo góðar viðtökur að við erum hálf lemstruð yfir þessu, við fengum þakklát viðbrögð alveg inn að beini,“ segir Bragi Þór yfir þeim viðbrögðum sem hann og konan hans og hand- ritshöfundurinn, Helga Arnar- dóttir, hafa fengið. „Við erum í skýjunum og fólk er svo rosalega ánægt.“ Að sögn Braga er fólk ekki aðeins ánægt með að fá nýja barna- og fjöl- skyldumynd, heldur einnig mynd úr íslenskum raunveruleika sem hægt er að samsama sig. „Myndin virðist vera að koma með réttan boðskap á réttum tíma fyrir jólin, sérstaklega á tímum neyslusamfélagsins sem við lifum við í dag,“ segir Bragi. Birta höfðar til Þjóðverja Þegar Fréttablaðið heyrði í Braga voru þau Helga nýlent í Þýskalandi með Birtu í farteskinu og á leið með hana á sína þriðju kvikmyndahá- tíð þar í landi. „Þetta er ævintýri líkast verð ég að segja,“ segir Bragi afar léttur. „Þjóðverjinn er ótrúlega hress með myndina sem er ótrúlega gaman,“ heldur Bragi áfram og bætir við að þýskt dreifingarfyrir- tæki hafi nú þegar keypt réttinn á myndinni og að hún verði því þýdd og talsett. Hingað til hefur verið túlkur með hljóðnema á öllum sýningum og þýtt alla myndina „live“ þar sem hún er á íslensku. Krakkar eru vanir þessu en okkur finnst þetta auðvitað mjög fyndið,“ segir Bragi. Aðalleikkonurnar tvær, þær Kristín Erla Pétursdóttir, tólf ára, og Margrét Júlía Reynisdóttir, átta ára, hafa báðar unnið til verðlauna í Þýskalandi, hvor á sinni kvik- myndahátíðinni. Sannkölluð fjölskyldumynd Myndin er í raun fjölskyldumynd í tvennum skilningi þar sem hún er búin til af fjölskyldum fyrir fjöl- skyldur. Bragi og Helga eru í sam- búð og dóttir hennar, Margrét Júlía, leikur Katrínu yngri systur Birtu. Bragi fer fögrum orðum um Helgu sína og segir samstarfið hafa verið frábært. „Það er draumur í dós að vinna með Helgu, hún er gull í gegn og ekki annað hægt að segja en jákvæða hluti um samstarf okkar,“ segir hann glaður í bragði. Hvergi nærri hætt Birta var frumsýnd í vikunni og kemur síðan í sjónvarp Símans Premium 25. nóvember og mun ganga þar samhliða sýningum í kvikmyndahúsum. „Við ætlum að halda áfram að gera bíómyndir á næstunni og erum að skrifa handrit fyrir sjón- varpsþætti,“ segir Bragi og bætir við að hann ætli að gera spennumynd næst. „Hún gerist í Þingholtunum, en ég get ekki sagt neitt frekar um það ennþá.“ n Íslensku fjölskylduævintýri tekið fagnandi í Þýskalandi Kvikmyndir mánaðarins fylgdu Fréttablaðinu í fyrsta skipti í gær. Blaðið er beintengt Bíóbænum, nýjum kvikmyndaþætti, sem verður á dagskrá Hringbrautar vikulega. Blaðið mun framvegis fylgja Fréttablaðinu fyrsta föstudag hvers mánaðar með yfirliti yfir væntanlegar frumsýningarmyndir kvik- myndahúsanna. Fyrir mis- tök boðaði blaðið frumsýn- ingar myndanna Spencer og House Of Gucci á næstu tveimur vikum en hið rétta er að báðar koma þær í bíó 26. nóvember. Beðist er vel- virðingar á þessu. n Nýtt bíóblað og sjónvarpsþáttur Handritshöfundurinn Helga Arnardóttir og leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson eru í skýjunum með viðtökur Birtu en parið vann náið saman að gerð myndarinnar sem Bragi segir að hafi verið draumur í dós. MYND/ AÐSEND Salka Sól leikur mömmu systranna sem óttast að geta ekki haldið almennileg jól fyrir þær þannig að Birta tekur málin í sínar hendur með Kötu litlu systur. 56 Lífið 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 6. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.