Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 26

Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 26
Ég lét til leiðast og auðvitað beit strút- urinn í brotna puttann. Valdimar og Anna ásamt syni sínum sem fær nafn á morgun, sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Valdimar byrjaði sjö ára að læra á básúnu og var í lúðrasveit skólans. Hann æfði sig einnig í söng heima og vinir hans hvöttu hann til þess að koma fram. „Ég þorði ekki að syngja opinberlega fyrr en ég var um tví- tugt,“ segir Valdimar en þá söng hann Bubbalagið Svartan afgan ásamt félaga sínum í söngkeppni Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum. Í grunnskóla var Valdimar ágætis- nemandi en í framhaldsskóla fór hann að slugsa. „Ég skreið í gegnum þetta með um tuttugu fimmur. Maður gerði ekkert alla önnina en lærði svo fyrir lokapróf og vonaði það besta. Ég var lengur en f lestir að klára þetta en það tókst á end- anum,“ segir hann. Á þessum árum glæddist félags- lífið hins vegar. „Þegar ég byrjaði að drekka varð ég félagslyndari og fór að mæta í partíin. Vinahópurinn stækkaði töluvert á þessum árum,“ segir hann. Valdimar var og er hávaxinn og æfði körfubolta vel fram á fram- haldsskólaárin. Sjálfur segist hann hafa verið sæmileg skytta en ekki hafa átt neinn séns í meistaraflokk- inn, enda Keflavík með sterkustu körfuknattleiksliðum landsins. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og var óttalega stefnulaus. Ég á heldur ekkert sérstaklega margar minningar frá þessum árum. Ætli ég hafi ekki verið hálfgerð gufa sem sveif einhvern veginn í gegnum lífið,“ segir hann og hlær. „Ætli ég hafi ekki verið að bíða eftir að neist- inn fyndi mig?“ Nýtt band á ensku Eftir að hafa hætt í ensku í Háskóla Íslands kláraði Valdimar tónsmíð- arnar í Listaháskólanum. Neistinn var loksins kominn og birtist eink- um í hljómsveitinni Valdimar sem hann stofnaði með félögum sínum frá Keflavík árið 2009. Ári seinna kom fyrsta platan, Undraland, út og þrjár hafa bæst við síðan. „Við pössum mjög vel saman og hlutverkin eru mjög skýr innan bandsins. Það sem getur gert hljóm- sveitarstarf f lókið eru stór egó en enginn okkar er þannig gerður. Við erum góðir vinir og óttalegir lúðar,“ segir Valdimar um hljómsveitar- starfið. Hljómsveitin hefur komið fram erlendis, einkum á tónleikahá- tíðum í Mið-Evrópu, en Valdimar segir stefnuna aldrei hafa verið að „meika´ða“ erlendis í því bandi held- ur fremur miða á heimamarkað. Nýlega stofnaði hann hljómsveit- ina LÓN með Ásgeiri Aðalsteinssyni úr hljómsveitinni Valdimar og gítar- leikaranum Ómari Guðjónssyni. Sú hljómsveit hefur þegar gefið út tvö lög á ensku, sem opni betur á þann möguleika að ná eyrum erlendis. „Við ákváðum að prófa og sjá hvort þetta nær einhverju f lugi,“ segir Valdimar. Sjálfum hugnist honum vel að spila erlendis. „Að spila erlendis er eins og að byrja upp á nýtt. Enginn kann textana eða þekkir lögin, f lestir sem koma eru fólk sem kemur alveg kalt af götunni og vill heyra eitthvað alveg nýtt. Þess vegna kemur gamla spennan til baka frá þeim tíma þegar maður var að byrja í þessu.“ Aðspurður um hvað sé það besta við það að vera í hljómsveit segir Valdimar það vera lagasmíðarnar og upptökurnar. Að finna eitthvað nýtt og spennandi verða til sem hugsan- lega geti hitt í mark. Að koma fram á tónleikum sé heldur ekkert slor. Eða einfaldlega að hanga og fíflast með hinum hljómsveitarmeðlimunum, sem séu einhverjir bestu vinir hans. Með hverju árinu verði þetta þó ávallt f lóknara, því að aldurinn færist yfir og ábyrgðin líka. „Það er ekkert auðvelt að sam- ræma dagskrá hjá sex fullorðnum einstaklingum,“ segir Valdimar. „Eins og Singapore Sling sungu: Life is killing my rock and roll.“ Lykillinn að halda sér virkum Þrátt fyrir að hafa fundið sig í tón- listinni, útskrifast úr Listaháskólan- um og gefið út plötur með vinsælli rokkhljómsveit, voru enn þá vanda- mál sem hrjáðu hann. Ofþyngd sem hann sá fram á að stefndi í að verða mjög hættuleg og framtaksleysi sem birtist í hálfgerðri einangrun. Um þessi vandamál opnaði hann sig í mjög persónulegri færslu á sam- félagsmiðlum árið 2015. Síðan þá hefur hann verið mjög meðvitaður um þessi vandamál og stefnt í áttina frá þeim. „Ég var ekki beint óhamingjusam- ur, dapur eða sokkinn í þunglyndi. Heldur var ég orðinn svo þreyttur á þessu,“ segir Valdimar, aðspurður um hvernig honum leið á þessum tíma. „Mér fannst ég vera fastur og þetta væri ástand sem ég þyrfti að breyta.“ Á þessum tíma bjó Valdimar einn og fór sjaldnast út á meðal fólks. Hann var fastur í vondum venjum og þyngdist nokkuð hratt. „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað því annars yrði ég sennilega ekki mikið lengur hér. Þessi barátta er vitaskuld ekki búin og verður það sennilega aldrei. Mesta lykilatriðið er að halda sér virkum,“ segir hann. „Á þessum tíma gat ég verið heima hjá mér og hangið í tölvunni vikum saman, þangað til að eitthvað kom upp sem ég varð að gera.“ Lýsir hann þessu sem móti sem hann hafi þurft að brjóta til þess að komast út úr. „Þetta deyfir mann. Það var ekki fyrr en ég var farinn að vinna í því að brjótast út úr þessu og hrista upp í lífi mínu, sem það komu upp til- finningar sem höfðu legið í dvala,“ segir hann og nefnir til dæmis kvíða. „Þegar maður hefur ekki lengur þennan óheilbrigða ávana hefur maður heldur ekki þá huggun sem hann veitir.“ Sex árum síðar hefur ýmislegt gerst í lífi Valdimars og langflest af því til batnaðar. Valdimar jánkar því þegar hann er spurður hvort hann sé hamingjusamur í dag. „Það fylgir því ótrúlegur kraftur að eign- ast kærustu og barn. Það er heldur betur bensín á tankinn,“ segir hann. „Ég held mér virkum og jákvæðum og mér finnst ég vera kominn út úr þessum vítahring sem ég var í. Ég verð að vera á tánum því að ég veit aldrei hvenær ég gæti fallið aftur í hann. En ég hef ábyggilega aldrei verið hamingjusamari en undan- farið ár.“ Nóg að gera Valdimar segist sjá fram á það að starfa við tónlist fram á gamals aldur og sér ekki fram á að hætta í hljómsveitarstússi neitt á næstunni. Endrum og eins koma þó stundir þar sem hann veltir því fyrir sér að hætta og fara að gera eitthvað allt annað. Það yrði þó alltaf eitthvað tengt list og sköpun. „Mér finnst ég heppinn að fá að starfa við það sem ég elska,“ segir hann, en jafnframt að hann eigi erf- itt með að sjá hvernig ferillinn gæti átt eftir að þróast. „Kannski verð ég að spila á pöbbunum á kvöldin eða að ég mun eyða mestum tímanum með barnabörnunum og henda í eina og eina tónleika. Ég sé að minnsta kosti ekki fram á að slíta mig alveg frá tónlistinni.“ Hvað sem því líður er nóg að gera núna og í nánustu framtíð. Hljóm- sveitin Valdimar var að klára tón- leikaferðalag um landið. Hljómsveit- in LÓN er komin langleiðina með að klára upptökur á sinni fyrstu hljóm- plötu og þá mun Valdimar halda jólatónleika þann 16. desember. Áður en faraldurinn skall á hafði hljómsveitin Valdimar skipulagt tíu ára útgáfuafmælistónleika. „Við stefnum á að halda þá í Eld- borg í apríl, ef það kemur ekki enn eitt veiruafbrigðið, og þetta verða þá í raun og veru tólf ára afmælis- tónleikar,“ segir Valdimar kíminn. „Við byrjuðum að vinna nýtt efni á Stöðvarfirði fyrir skemmstu. Ætli fimmta platan fari ekki að líta dags- ins ljós.“ ■ 26 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.