Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 76
Ég ætlaði að taka eitt ár í að afeitra mig úr þessari vinnu, þau urðu níu. Sigurður Gunnsteinsson hefur starfað í framlínu áfengis- og vímuefnameð- ferðar í fjóra áratugi og orðið vitni að miklum breytingum. Hann gerir upp ferilinn og fortíðina í tilefni af áttatíu ára afmæli sínu í dag. Hann byrjaði að hlaupa um fimm- tugt og hleypur enn fjörutíu kílómetra á viku. Það má segja að líf Sigurðar sé tvískipt. Fyrri hluti ævinnar einkenndist af áfengisdrykkju og þeim erfiðleikum sem henni fylgdu. „Ég var á milli tvítugs og þrítugs þegar ég fór fyrst á Deild 10 á Kleppi. Deild 10 var bara bið. Þú fórst inn og beiðst bara, undir eftirliti lækna. Það var engin meðferð. Maður heyrði ekki einu sinni orðið alkóhólisti. Það var talað um að menn væru blautir eða skemmtu sér of mikið.“ Lokastöðin Áfengið hafði mjög eyðileggjandi áhrif á líf hans á þessum tíma og var hann orðinn mjög veikur upp úr þrítugu. „Ég kvæntist árið 1960 og eignuðumst við fyrri kona mín fjög- ur börn saman. Leiðir okkar skildi árið 1973 vegna minnar drykkju.“ Hann fór í sína síðustu afeitrun 8. maí 1978, þá í Reykjadal sem rekinn var af SÁÁ – Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. „Þar breyttist lífið, þetta var allt annað umhverfi en Kleppur. Allt öðruvísi starfsfólk, allt annað við- mót, ég varð alveg hugfanginn,“ segir hann. „Valið á þessum tíma stóð milli þess að lifa eða deyja. Þetta var lokastöðin. Ég vakna uppi í Reykja- dal og það var eins og það hefði ekk- ert gerst áður. Þrátt fyrir allt sem á undan hafði gengið var ég fram að því með mikinn mótþróa fyrir því að hætta að drekka. Ég ætlaði að breyta þessu en það kom aldrei til greina að hætta alveg.“ Þetta varð ævistarfið Sigurður starfaði sem málari á þeim tíma en fékk þá hugmynd í Reykja- dal að starfa fyrir SÁÁ, þá sem iðn- aðarmaður. Ekkert slíkt var í boði en hann var ráðinn sem kokkur austur á Sogn. Sigurður tekur fram að hann sé ekki sá besti í eldhúsinu en hafi verið tilbúinn að læra. „Fljótlega eftir áramót var ég byrjaður sem leiðbeinandi,“ segir hann og hlær. Starfið tók mjög á og Sigurður var hreint ekki viss um hvort hann gæti þetta yfirleitt. Þá sá hann auglýstan sumarskóla í áfengis- og vímuefna- ráðgjöf í Minnesota í Bandaríkjun- um. „Þetta var bara stutt, mánuður sem ég var úti með alls konar fólki. Þá tók ég ákvörðun um að gera þetta að ævistarfi mínu.“ Hófst þá nokkurra ára tímabil þar sem Sigurður sótti um öll slík nám- skeið sem hann fann. „Ég fór í öllum fríum, ég var að hringja út og spyrja hvort ég mætti koma og fylgjast með. Á sama tíma var ég að vinna á Sogni, þar kom nýr læknir, Þórarinn Tyrf- ingsson, og þá byrjuðum við að inn- leiða alls konar nýja hugsun.“ SÁÁ var ekki hátt skrifað á þessum tíma. „Það var talað um að þetta myndi endast í eitt, kannski tvö ár.“ Sigurður hélt áfram að leita vestur og 1982 fór hann að starfa á afeitr- unardeild á ríkisspítala í Atlanta í Georgíu. „Ég sá það versta af öllu slæmu. Þetta var fátækt fólk, mest svart fólk, sem hafði fundist á göt- unni. Mikil vinna fór í að bera kennsl á það. Ég man sérstaklega eftir ungum manni frá Texas sem ég var að hjálpa í átta daga. Hann var kom- inn með áætlun fyrir framtíðina, svo komu allt í einu tvær löggur að sækja hann, þá var hann eftirlýstur.“ Kvaddi vinnuna sjötugur „Til að verða ráðgjafi þarf þrjú ár af klínísku starfi, þrjú ströng próf. Við erum þannig að tryggja að þegar veikur alkóhólisti leitar til við- Lokastöðin varð að glæsilegu lífi Sigurður fagnar 80 ára afmæli í dag. Hann hleypur í hverri viku og er ekkert að fara að hætta því. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigurður og eiginkona hans, Munda, eiga stóran hóp af börnum, hér má sjá hópinn í lok áttunda áratugarins. Sigurður og Ágúst Kvaran kepptu fyrir Íslands hönd á HM í 100 kíló- metra hlaupi í Frakklandi 2001. Komst ekki heilan hring til að byrja með Þórarinn Tyrfingsson, vinur og samstarfsfélagi Sigurðar til áratuga, man hvernig það kom til að Sigurður byrjaði að hlaupa. „Við Sigurður vorum saman í ræktinni að taka bekk- pressu. Þá hafði ég orð á því að það væri ekki íþrótt sem hentaði mönnum á okkar aldri,“ segir Þórarinn. Sigurður var á leið til Bandaríkjanna þegar í ljós kom að hann var með berkju- bólgu með astma. „Ég setti hann á úða- og sýklalyf og sagði að hann þyrfti að hætta að reykja. Þetta tvennt varð til þess að við fórum saman niður á Laugardalsvöll og hlupum þar.“ Þórarinn man ekki hvor þeirra átti hugmyndina að því að fara að hlaupa. „Hann komst ekki hringinn. Næsta sem ég heyrði af honum, sem var nokkrum vikum síðar, var að hann lét Mundu sína keyra sig upp á Vík þar sem hann vann og hljóp þaðan og á Vog. Það munu vera um 17 kíló- metrar. Hann var ekki lengi að þessu.“ Þórarinn og Sigurður í 25 ára edrúhlaupinu. komandi þá fær hann og fjölskylda hans faglega nálgun undir stífum siðareglum.“ Íslenskir ráðgjafar hafa það fram yfir aðra að þeir geta bæði beitt mismunandi nálgun eftir efni en einnig aðstæðum. „Danir, Bretar og allir hinir í Evrópu eru miklu aftarlegar á merinni. Það er senni- lega ekkert land í Evrópu sem getur státað sig af því að yfirvöld viður- kenni þetta starf, áfengis- og vímu- efnaráðgjafi,“ segir hann. Sigurður hætti formlega að vinna fyrir áratug. „Það var búið að ákveða að ég myndi hætta sjötugur. Það var haldin veisla. Ég kvaddi alla. Rosa mikið jibbí. Ég fór í frí til Banda- ríkjanna og var að ferðast með vini mínum í Nýja-Mexíkó. Eina sem ég talaði um voru indjánarnir sem drukku svo mikið og áttu engar meðferðarstöðvar. Ég kom heim og fór að hlaupa, á endanum fór ég og hitti Þórarinn og mætti í vinnuna daginn eftir. Ég ætlaði að taka eitt ár í að afeitra mig úr þessari vinnu, þau urðu níu.“ Hann hætti störfum í gær, líklega endanlega í þetta skiptið. Byrjaði fimmtugur að hlaupa Helsta áhugamálið eru hlaupin. Sigurður hljóp síðast hálfmaraþon í sumar. „Þegar það rann af mér fór ég í líkamsrækt,“ segir hann. „Ég byrjaði að hlaupa um fimm- tugt og fannst það gaman. Eins og sönnum alkóhólista sæmir þá þurfti ég að taka það með trompi.“ Hann var staddur í Boston árið 1994 og fylgdist með marklínunni í stóra maraþoninu. „Ég varð fyrir rosa- legum áhrifum af stemningunni.“ Tveimur árum síðar hljóp hann sjálfur í Boston-maraþoninu. „Það var á 100 ára afmæli hlaupsins. Ég, Óttar Guðmundsson geðlæknir og þrjátíu þúsund aðrir hlupum. Ég var með gapandi kjaftinn allan tímann, það var svo mikil stemning.“ Hann hefur nú hlaupið 53 mara- þon um allan heim. „Ég hljóp mara- þon í London, Berlín, München og aftur í Boston. Svo hljóp ég í Grace- land og málaði skóna mína bláa eins og lagið með Elvis. Ég og vinur minn Ágúst Kvaran fórum upp í 50 kílómetra, hlupum frá Þingvöllum niður á Austurvöll, hlupum svo í Vesturbæjarlaugina til að ná 50. Ég reimaði ekki á mig skó nema fyrir 20 kílómetra.“ Ágúst sá svo auglýsingu fyrir 100 kílómetra fjallahlaup á Ítalíu. „Það var 35 stiga hiti, við hlupum líka á nóttunni.“ Tók þá við hlaup frá Big Ben í London til Brighton. Þá fékk Ágúst þá hugmynd að taka þátt í heimsmeistaramótinu í 100 kíló- metra hlaupi í Frakklandi. „Við þurftum að fara til ÍSÍ, urðum okkur úti um landsliðsbúninga og þeir tóku fram að við værum fulltrúar Íslands og ættum því ekki að reykja og drekka. Við lofuðum að gera það ekki,“ segir Sigurður. Hann náði 100 kílómetrunum á 11,5 tímum. „Þetta hefur stuðlað að því að ég hef haldið góðri geðheilsu í vinnunni. Það er rosalega mikil heilun sem fylgir þessu,“ segir hann. „Þegar ég fór inn á Klepp þá var spurningin sem brann á mönnum: „Er líf eftir afeitrun?“ Það er óhætt að segja það, glæsilegt líf.“ n Ari Brynjólfsson arib @frettabladid.is Nánar á frettabladid.is 36 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.