Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.11.2021, Blaðsíða 36
Meðal- aðdáandi Árstíða er enda 34 ára karlmaður sem býr í Dortmund eða San Diego. Ragnar Ólafsson Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Hljómsveitin Árstíðir gefur út tvær nýjar plötur, Pendúl nú í nóvember og Blik næsta vor. Tónlistin á plötunum tveimur var öll samin á Covid-tímum síðustu tvö ár. Bandið skipa þeir Ragnar Ólafsson, Daníel Auðunsson og Gunnar Már Jakobsson. Árstíðir var stofnuð árið 2008 í fjármálakreppunni sem er flestum enn fersk í minni. „Við erum í raun fyrsta alvöru kreppubandið enda var bandið stofnað í sama mánuði og bankarnir hrundu. Kjarninn í bandinu erum við þrír stofnendur hljómsveitarinnar, ég, Daníel og Gunnar. Á tímabili vorum við flestir sex samtals í bandinu og meðal annars sellóleikari og fiðlu- leikari. Strengjahljóðfæri eru enn stór hluti af okkar hljóm og eru jafnan selló- og fiðluleikari með okkur á sviði,“ segir Ragnar. Ólíkar áttir sem sameinast í ein- lægum rödduðum söng Meðlimirnir þrír koma úr mis- munandi áttum en eru allir lagahöfundar í hljómsveitinni. Upphaflega einblíndi hljómsveitin á órafmagnaða tónlist. „Við spil- uðum allir á gítar og lékum okkur að því að radda söng. Núna spila ég á píanó á tónleikum. Sjálfur kem ég úr rokkáttinni úr böndum á borð við Ask the Slave. Þá hef ég komið fram með Sólstöfum og Sign. Gunnar er með raddaðan söng í blóðinu og tók þátt í upp- setningu á söngleik í menntaskóla. Hann spilar á baríton gítar, milli- stig klassísks gítars og bassa, sem gefur bandinu sérstakan hljóm. Daníel er svo gítarleikari af lífi og sál. Við tveir sameinumst í sam- eiginlegri aðdáun á poppböndum sem nýta raddaðan söng eins og Simon & Garfunkel og Bítlunum. Þetta er frjótt samstarf og hefur líklega aldrei verið frjórra en núna eftir þennan blessaða faraldur,“ segir Ragnar. Hvað er það sem veitir ykkur innblástur? „Það er klárlega eyjan okkar sem fyllir okkur innblæstri. Á fyrstu plötunni okkar sáum við að öll lögin okkar fjölluðu sjálfkrafa um árstíðirnar á Íslandi, veðrið, birtuna, myrkrið og fleira. Þannig kom nafnið á sveitinni.“ Íslenski sálmurinn sem kom hljómsveitinni á kortið Árstíðir fékk gífurlega athygli víða um heim þegar myndband af þeim að syngja íslenskan sálm á lestarstöð fór eins og eldur í sinu Pendúll og Blik – tvær hliðar á sama tímabili Frá vinstri: Gunnar Már, Daníel, Sakaris Emil Joensen, pródúsent bandsins, og Ragnar eru hér staddir í hljóð- veri á Granda. Fréttablaðið/ Eyþór Árnason Strákarnir í stúdíóinu. Fréttablaðið/ Eyþór á YouTube. „Frá því 2011 höfum við aðallega einbeitt okkur að því að spila og túra erlendis og er stærsti aðdáendahópurinn okkar frá Þýskalandi. Árið 2013, þegar við vorum á tónleikaferða- lagi í Þýskalandi, enduðum við á að syngja sálminn Heyr himna smiður á lestarstöð í Wuppertal. Myndbandið af þessum gjörningi okkar fór út um allan heim og í kjölfarið opnuðust margar dyr fyrir okkur í tónlistarbransanum.“ Síðan þá hefur þetta aldagamla íslenska lag ferðast víða og birst í ýmsum sjónvarpsseríum og fleiru. „Það er heiður fyrir okkur að kynna íslenska menningu fyrir heiminum á þennan hátt, þó svo lagið hafi lítið með okkar tónlist að gera, annað en að vera raddaður flutningur.“ Ragnar viðurkennir að þeir séu allir komnir með smá leiða á sálm- inum enda hefur himnasmiðurinn fylgt þeim lengi. „Það er þó þannig að ef við erum í fallegum kirkjum með góðan hljómburð, þá skiptir ekki lengur máli hversu oft maður er búinn að syngja Heyr himna smiður, hann á alltaf við.“ Opna hjörtun upp á gátt „Raddaður söngurinn sameinar okkur þrjá og við hikum aldrei við að sýna brothættu hliðina á okkur sjálfum. Líklega er það ástæða þess að annað hvort elskar fólk okkur eða þolir okkur ekki. Það er óvana- legt í popptónlistarheiminum að sjá þrjá stráka syngja svona vært og opna hjörtu sín upp á gátt. Við höfum aldrei reynt að vera kúl á sviðinu. Tilfinningin ræður í tónlistinni og tengir okkur við aðdáendur okkar. Við erum engir kórdrengir, eiginlega langt frá því, en við getum vel sungið eins og kórdrengir. Maður myndi halda að hljómsveit þar sem þrír drengir opna hjarta sitt í rödd- uðum söng, myndi helst höfða til kvenna, en tölfræðin segir okkur að fleiri karlar hlusta á okkur en konur. Meðalaðdáandi Árstíða er enda 34 ára karlmaður sem býr í Dortmund eða San Diego,“ segir Ragnar og hlær. Hann bætir þó við að aðdáendahópurinn sé mjög fjölbreyttur og í Rússlandi sé hópurinn almennt yngri. Vetur og sumar fæddust í faraldri Hljómsveitin sat ekki auðum höndum í faraldrinum heldur samdi um 30 lög sem hún gefur út á tveimur plötum, Pendúl og Bliki. „Undanfarin ár höfum við verið duglegir að gefa út plötur og koma fram erlendis. Þegar faraldurinn skall á stöðvaðist allt og okkar helsta tekjulind hvarf. Á vissan hátt vorum við að semja okkur frá ástandinu. Við skilgreindum okkur sem fjölskyldu, enda unnið saman í rúmlega þrettán ár og orðnir eins og hálfgerðir bræður. Hljómsveitin og fjölskyldur okkar var faraldurskúlan okkar. Við höfum setið á tónlistinni eins og ormar á gulli og núna þegar lítur út fyrir það ætli að létta á ástandinu, ætlum við að gefa efnið út og kveðja faraldurinn með stæl. Efnið sem við sömdum er af ýmsum toga, sumt er á íslensku, annað á ensku. Þetta skiptist líka þannig að íslensku lögin eru þyngri og dramatískari og ensku lögin bjartari og léttari. Því lá beint við að skipta efninu upp í tvær plötur: Pendúll inni- heldur íslensk lög sem passa við vetrarmyrkrið og kemur út í nóv- ember. Blik kemur svo út í maí sem á vel við. Þetta eru eins og bróðir og systir.“ Skynjun tímans og brenglun var þeim sérlega hugleikin Næstu mánuðir fara í að klára að vinna Blik og halda áfram að þróa konseptið á bak við plöturnar. „Við byrjuðum á því að þróa konsept- veröldina með aðdáendum okkar í samstarfi við hinn kynngi- magnaða fjöllistamann Pieter Hoekstra. Heildarhugmyndin er um það hvernig fólk skynjar tíma. Þegar við vorum að semja í faraldr- inum voru allir dagar svo lengi að líða. Samt leið tímabilið ótrúlega hratt. Upplifun okkar á tímanum brenglaðist og það fannst okkur áhugavert að vinna með. Við báðum aðdáendur okkar að deila með okkur tímahugleiðingum sínum. Þá höfum við soðið okkar eigin pælingar og aðdáenda okkar niður í veigamikið konsept sem birtist í umslagaverkunum sem fylgja plötunum tveimur. Pendúll vísar svo auðvitað í tíma, sem og nafnið Blik, samanber augnablik. Svo hafa báðir titlarnir auðvitað mun fleiri skírskotanir.“ Markmið söfnunarinnar náðist á einungis fjórum dögum „Okkar tekjur koma mestmegnis úr því að túra en það var auðvitað ekki möguleiki í faraldrinum. Við stofnuðum því til hópsöfnunar fyrir mánuði síðan til að koma plötunum tveimur út. Það kom okkur skemmtilega á óvart að ná markmiðinu á fjórum dögum. Í dag erum við búnir að skjóta langt yfir markið sem við settum okkur og höfum því sett okkur aukamarkmið. Að taka upp enn aðra plötu með rödduðum lögum á borð við Heyr himna smið og fleiru. Okkur hefur lengi langað til að gera þetta og aðdáendur okkar hafa beðið um þetta lengi. Núna höfum við tækifæri til þess. Svona hópsöfnun er mjög góð leið til að fjármagna plötuútgáfu, sérstaklega í kjölfar samkomu- takmarkana. Tónlistarmenn eru orðnir sligaðir eftir farald- ursástandið, enda er erfitt fyrir móralinn og egóið að fá ekki að spila fyrir lifandi áhorfendur. Með þessu fáum við smá búst og vitum að við eigum enn þá erindi við hlustendur okkar. Svo er planið að fara í tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu í desember að fylgja Pendúl eftir. Þetta verður okkar fyrsta tónleika- ferðalag síðan 2019, en vissulega spiluðum við á nokkrum erlendum festivölum í sumar.“ Hópsöfnun- inni lauk 1. nóvember en það verður enn hægt að kaupa plöt- urnar sjálfar í forsölu á vefsíðunni. Svo spilum við í Fríkirkjunni 30. desember eins og hefð er fyrir hjá okkur,“ segir Ragnar að lokum. n 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. 4 kynningarblað A L LT 6. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.