Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 24
22
Hvitsmári:
26. Morsö .................................... Dauður
27. McDonald, Canada ......................... Dauður
28. S-100, Enskur ............................ Dauður
29. Ötofte I ................................. Dauður
30. Resistant, Ötoíte III..................... Dauður
Þessum tegundum og stofnum var öllum sáð til reynslu vorið 1953.
Voru þessar tegundir valdar og sendar af forstöðumanni jurtakynbóta-
deildar Atvinnudeildarinnar, Sturlu Friðrikssyni. Tilhögun var sú, að
sáð var í 6 m2 reiti, 1.2 X 5 m> með þremur endurtekningum. Tilraunin
var sett í tún, sem plægt var vorið 1951 og settar þá í kartöflur, en 1952
var í því grænfóður. Bæði árin var eingöngu notaður tilbúinn áburður.
Mikill húsdýraáburður var borinn í landið sáðárið (um 60 tonn á ha),
en enginn tilbúiúnn áburður. Nokkur arfi kom í tilraunina sáðárið, og
var tilraunin slegin nokkrum sinnum til þess að losna við arfann, en upp-
skera var ekki vegin. Vorið 1952 var borið á landið 90 kg N, 90 kg P og
90 kg K. Tilraunin var slegin einu sinni, 20. júlí.
B. Tilraunir með komrækt.
Bæði árin hefur verið sáð nokkrum bygg- og hafraafbrigðum til at-
hugunar á þroska þeirra. Fara hér á eftir þær upplýsingar, sem fyrir eru
um þessar athuganir bæði árin. — Árið 1953 voru þessi afbrigði reynd í
korntilraununum:
Sáð Skriðið Slegið 1000 korna Gróm.
vigt í g 1%
Flöjabygg .. 19/5 15/7 10/9 29.9 76.0
Dönnesbygg 19/5 15/7 10/9 29.9 63.0
Eddabygg .. 19/5 18/7 10/9 32.4 78.0
Sigurkorn .. 19/5 18/7 10/9 26.8 56.0
Svalöv Orion 19/5 25/7 10/9 26.2 26.0
Viðarhaírar . 19/5 20/7 10/9 19.5 15.0
Tilraun þessi var í uppplægðu túni, sem í voru kartöflur sumarið
1951 og grænfóður sumarið 1952.
Árið 1954 voru þessi afbrigði í tilraununum: