Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 91
89
Tilraun með kali- og fosfóráburð, nr. 20 1954
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1954 Hlutföll
a. 70 N, 0 P, 0 K 71.2 100
b. 70 N, 70 P, 0 K 70.4 99
c. 70 N, 0 P, 90 K 70.5 99
d. 70 N, 70 P, 90 K 69.2 97
Tilhögun á þessari tilraun er hin sama og á tilraun nr. 17 1954, hvað
reitastærð og fyrirkomulag snertir. Einnig sams konar land.
í þessari tilraun kemur ekki fram á þessu ári skortur á kalí og fosfór-
áburði.
Vaxandi skammtar af N-áburði, nr. 21 1954.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1954 Hlutföll
a. 60 P, 75 K, 0 N 40.5 100
b. 60 P, 75 K, 40 N 59.5 147
c. 60 P, 75 K, 80 N 69.6 172
d. 60 P, 75 K, 120 N 76.5 189
Tilhögun þessarar tilraunar er hin sama og hún er gerð á sams konar
landi og tilraun nr. 17, 1954. Borið var á tilraunina 22. maí og slegið 18.
júní og 10. ágúst.
Vaxandi skammtar af N, P og K, með 300 kg N, nr. 22 1954.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1954 Hlutföll
a. 80 P, 100 K, 0 N 55.4 72
b. 40 P, 50 K, 75 N 77.0 100
c. 80 P, 100 K, 100 + 50 = 150 N .... 93.4 121
d. 120 P, 150 K, 150 + 75 = 225 N ... 108.9 141
e. 160 P, 200 K, 150 + 100 + 50 = 300 N 127.2 165
Tilhögun er sem hér segir: Tilraunaliðir eru 5. Samreitir 5. Stærð
reita 7.07 X 7.07 = 50 m2. Uppskerureidr 5 X 5 = 25 m2. Tilraun
þessi er samstæð tilraun nr. 22 1954 á Akureyri, að öðru leyti en því, að
þar er einn liður áburðarlaus. Tilraun þessi er einn liður í samfelldu
plani tilraunastöðvanna í leit að upplýsingum um verkanir stórra
skammta af tilbúnum áburði.
Á tilraunina var borið 24. maí kalí og fosfór og 1. skammtur af N, en
2. og 3. skammtur af N var borinn á 19. júní og 29. júlí. Tilraunin var
þríslegin. Gróðurfar og jarðvegur eins og á tilraun nr. 17 1954..