Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 90
S8
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Tilraun með vaxanli skammta af fosfóráburði, nr. 17 1954.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1954 Hlutföll
a. 120 N, 96 K, 0 P 78.8 100
b. 120 N, 96 K, 30 P 76.2 97
c. 120 N, 96 K, 60 P 78.5 100
d. 120 N, 96 K, 90 P 76.8 98
Tilhögun er þessi: Tilraunaliðir 4, samreitir 4, stærð reita er 6 X 6
= 36 m2 og uppskeruraeitir 5 X 5 = 25 m2. Tilraunin er gerð á nokk-
urra ára gamalli nýrækt, mestmegnis sjálfgræðsla. Mýrajarðvegur.
Enginn árangur virðist a£ notkun fosfóráburðar á þessu fyrsta ári,
enda mun ekki fosfórskortur í þessu landi.
Tilraun með vaxandi skammta af kali, nr. 18 1954.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1954 Hlutföll
a. 120 N, 70 P, 0 K 85.4 100
b. 120 N, 70 P, 40 K 77.3 90
c. 120 N, 70 P, 80 K 83.6 98
d. 120 N, 70 P, 120 K 78.7 92
Tilhögun er hin sama og í tilrauninni hér að ofan, nr. 17 1954, og er
tilraunin einnig gerð á sams konar landi.
Nokkurt ósamræmi er í þessari tilraun, en kalíáburður virðist ekki
hafa áhrif á þessu fyrsta ári.
Samanburður á N-áburðartegundum, nr. 19 1954.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1954 Hlutföll
a. Enginn N-áburður 59.0 100
b. 120 N amm.nítrat 33.5% N 80.2 136
c. 120 N ammonsúlfatsaltp. 26% N . 81.8 138
d. 120 N kalkammonsaltp. 20.5% N . 80.0 136
e. 75 N amm.nítrat 33.5% N 73.1 124
Tilhögun er þessi: Tilraunaliðir 5, samreitir 5. Stærð reita 7.07 X
7.07 = 50 m2, og uppskerureitir 5 X 5 = 25 m2. Af kalí var borið á ha 90
kg K og af fosfóráburði 70 kg P. Nokkuð ber á smára í a- og e-liðum.
Tilraunin var gerð á sams konar landi og tilraun nr. 17 og 18 1954.