Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 103
101
munandi mikið. Haustið 1954 var Egill Jónsson umferðaráðunautur Bf.
íslands hér nokkra daga, að aðstoða við vigtun fjárins, og sá hann um
slátrun tilraunalambanna ásamt Páli Sigurbjörnssyni ráðunaut. Til-
raunin var framkvæmd á vegum Tilraunaráðs búfjárræktar, og verður
árangur hennar birtur á vegum þess. I vetur, 1954—55, er tilraunin end-
urtekin. í vetur er og framkvæmd fóðurtilraun hér með vothey gefið
eingöngu og þurrtöðu til samanburðar, með 70 ær í hvorum flokki. Þá
er og fóðurathugun á tvævetlunum, sem voru í lambatilrauninni vetur-
inn áður, og verða afurðir allra þessara flokka athugaðar næsta haust.
Tilraunastöðin fékk síðastliðið sumar leyfi til veiða á þremur hrein-
dýrum frá hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Var maður sendur með einum
veiðiflokknum og fengust þessi þrjú dýr. Höfðu þau samtals rösklega 150
kg kjöts. Var það notað til heimilisþarfa og bæði fryst og saltað.
Eg athugaði síðastliðið sumar, hve lengi var blásið í súgþurrkuninni.
Var það 375 stundir. Benzíneyðsla var 930 lítrar, eða kr. 1600.00. Þurrk-
aðir voru meira og minna (lítið efst) um 360 m3. Benzíneyðsla á klukku-
stund varð 2.5 lítrar eða kr. 4.27.
«
<
C