Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 66
64
Tilraun þessi hófst 1941 með útþvegna mykju, og varaði hún til 1945.
Þá var breytt til, og aðeins borið á 500 kg kalksaltpétur á alla liði til ársins
1953 eða í 8 ár.
Árið 1954 var sú breyting gerð, að á b-liði tilraunarinnar var borið á
200 kg kalí 50% og 400 kg súperfosfat 20%, en borið á alla liðina eins
og undanfarin 8 ár, þ. e. 500 kg kalksaltp. á ha.
Sláttutími: Fyrsti sláttur 30. júní 1953 og 26. júní 1954. Annar sláttur
17. sept. 1953 og 10. sept. 1954.
Tilraunin gefur minna hey árið 1954 en árið á undan, eins og
hefur orðið í öðrum tilraunum stöðvarinnar, og er það árferðið, sem því
veldur. Eftir 9 ára sveltirækt af steinefnum fer uppskeran ávallt minnk-
andi, en þó er hún ekki ennþá orðin jöfn á 5 ára teðjuðu reitunum og
þeim, sem engan áburð fengu jafn langan tíma. Þó munar litlu fyrra árið
en 5—6 hestum síðara árið, hvað búfjáráburðarreitirnir gefa meiri upp-
skeru af ha.
Við það að bera á kalí og fosfóráburð á b-lið, hefur uppskeran aukizt
um 16. 2 hesta af ha miðað við c-lið, sem aðeins fékk N-áburð (þ. e. 77.5
kg N á ha).
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 16 1953.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 2 ára föll
a. 0 P, 0 K, 0 N 35.1 17.4 26.3 100
b. 30 P, 40 K, 30 + 15 = 45 N 66.5 46.4 56.5 215
c. 60 P, 80 K, 60 + 30 = 90 N 94.3 89.4 91.9 340
d. 90 P, 120 K, 90 +# 45 = 135 N 123.9 109.4 116.7 444
e. 120 P, 160 K, 120 + 60 = 180 N 138.7 148.9 143.8 547
Sláttutími var 8. júlí og 16. sept. 1953, en 5. júlí og 10. sept. 1954.
Tilraunin er gerð á gömlu valllendistúni með alinnlendum gróðri,
vallarsveifgrasi, túnvingli, língrösum og hvítsmáraslæðingi. Tilgangur
tilraunarinnar er að leita eftir því, hvort borgi sig að bera stóra skammta
af alhliða áburði á tún. Meðaltal tveggja ára sýnir, að uppskeran vex mjög
reglulega eftir áburðarmagninu.
Verð á tilbúnum áburði, komnum að Sámsstöðum sl. vor, var í kg:
1 kg af K20......................................... kr. 1.93
1 kg af P2Ob í þrífosfati........................... — 3.40
1 kg N í Kjarna .................................... — 5.37