Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 13
11
Köfnunarefnisáburðurinn er gefin upp í kg af verzlunarvöru áburð-
arins, og svarar þessi áburður til að borið sé á 82 kg hreint N á hektara
á b, c og d-liði, en e-liður fær 55 kg N. Auk N-áburðar var borið á alla liði
54 kg P og 96 kg K. Það, sem einkennir þessa tilraun er, hversu góð upp-
skera fæst fyrir stækjuna 1953, en aftur á móti eru verkanir hennar mjög
litlar 1954. Borið var á tilraunina 22. maí 1953 og 17. maí 1954.
Dreifingartimi á ammoníum-nítratáburði, nr. 3 1949.
Heyhkg/ha Heyhkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 6 ára föll
a. Enginn N-áburður .... 29.1 20.6 25.85 38
b. 1. dreifingartími 85.9 68.1 67.66 100
c. 2. dreifingartími 87.7 64.9 63.95 94
d. 3. dreifingartími 78.2 70.0 62.44 92
e. 4. dreifingartími 84.6 53.6 61.13 90
Á alla liði var borið jafnt magn af kalí og fosfóráburði, 54 kg P og
60 kg af K, en b, c, d og e-liðir fengu allir sama skammt af N, 83 kg/ha.
Dreifingartímar voru þessir 1953: 1. 11. maí, 2. dreifingartími 20. maí,
3. 31. maí og 4. 10. júní. Árið 1954 voru dreifingartímarnir þessir: 1.
30. apríl, 2. 11. maí, 3. 22. maí og 4. 2. júní. Enginn teljandi munur er á
dreifingartímunum 1953, enda var sprettutíð mjög hagstæð allt sumarið.
Sumarið 1954 var hins vegar mikið lakari sprettutíð eftir að kom fram í
júní, því í raun og veru var bezti sprettutíminn frá 20. maí til 5. júní, en
þá byrjaði sláttur.
Yfirbreiðsla á mykju, nr. 6 1950.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 3 ára föll
a. 20 tn. mykja, 30 P, 30 K 43.5 51.2 35.24 69
b. 20 tn. mykja, 0 P, 40 N . 74.3 51.4 51.40 100
c. 20 tn. mykja, 0 P, 55 N . 84.7 50.5 54.43 106
d. 102 IC, 42 P, 100 N 92.2 51.7 66.23 129
Mykjan var borin á bæði árin í maí. Vorið 1953 25. maí og vorið 1954
11. maí. Árið 1954 gekk hún fremur illa niður. Mismunur á uppskeru
þessara tveggja ára stafar að einhverju leyti af því. Annars er tilrauna-
landið ekki vel gott, fremur rakt og virðist gefa fremur litla uppskeru
að undanskildu hinu ágæta sprettuári 1953.