Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 26
24
Vaxandi magn af kalki á kartöflur, nr. 23 1933.
Sterkja Smælki Alls Söluh.kart. Hlutf. Sprungíð
% % hkg/ha hkg/ha söluh. i%
a. 1800 kg garðáb. 1000 kg kalk 14.3 18.0 115.0 95.0 100 < 5
b. 1800 kg garðáb. 2000 kg kalk 14.0 16.0 125.0 105.0 111 < 5
c. 1800 kg garðáb. 3000 kg kalk 13.8 15.0 136.7 116.7 124 < 5
d. 1800 kg garðáb. 4000 kg kalk 13.0 17.0 130.0 108.3 114 < 5
Tilraun þessi er framkvæmd á sams konar landi og á sama hátt og til-
raun nr. 22 1953, að öðru leyti en því, að endurtekningar eru aðeins tvær.
Landið undir þessari tilraun var þó nokkru ofar í brekku, og var þar
töluvert þurrara, og ef til vill er munurinn á uppskeru að einnhverju
leyti því að kenna. Sett var niður 7. júní og tekið upp 19. og 20. sept.
Tilgangurinn með þessari tilraun var að leita eftir því, hvort kalk
hefði áhrif á sprungur í Gullauga, en Gullauga var einnig í þessari tilraun.
Engar teljandi sprungur komu fram í þessari tilraun fremur en í hinni
tilrauninni með fosfóráburðinn. Uppskera varð mjög lítil, og er það
reynsla, að þá ber mjög lítið á sprungum í Gullauga. Ekki var hægt að
merkja nokkurn mun á milli einstakra liða varðandi sprungur.
Vaxandi skammtar af N, P og K á kartöflur, nr. 21 1933.
Sterkja % Smælki % Alls hkg/ha Söluh. hkg/ha Hlutföll söluh.
Arið 1953:
a. 600 kg garðáb 12.2 19.0 154.2 125.8 100
b. 1200 — — 13.0 16.5 169.2 141.7 113
c. 1800 — — 11.5 17.0 196.7 163.3 130
d. 2400 — — 12.4 16.0 191.7 161.7 129
e. 3000 — — 12.8 13.5 198.3 172.5 138
Árið 1954:
a. 600 kg garðáb 12.0 16.0 102.5 86.2 100
b. 1200 — — 12.0 11.0 137.5 122.5 142
c. 1800 — — 11.0 12.0 148.7 131.2 152
d. 2400 — — 11.5 12.0 166.2 147.5 171
e. 3000 — — 11.0 11.0 157.5 140.0 163
Tilraun þessi er gerð árið 1953 á sams konar landi eins og lýst er í til-
raun nr. 22 1953, og er tilhögun öll hin sama, að öðru leyti en því, að hér
eru samreitir 4. Er þetta land á svokölluðu Jóhannnstúni, eða stykki X.
Árið 1954 var tilraunin í Kjarnalandi (landi Skógræktarfélagsins), og var
það fremur rýrt land og því nær flatt. Árið 1953 var í því grænfóður. Gull-
auga var haft í tilraunina bæði árin.