Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 56

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 56
54 ráðuneytið, að það hlutaðist til um að rannsakað yrði, hvort líkur væru fyrir aukningu vatnsins við borun og legði fram fé í því skyni, ef nægi- legar líkur væru fyrir hendi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, herra Her- mann Jónasson, tók þessari málaleitan vel. Var þegar hafizt handa um sumarið með mælingar. Stóð Gunnar Böðvarsson, yfirverkfræðingur, fyrir því staifi. Var borað um haustið, og fengust 2.5 1/sek. úr borholunni af 86° heitu vatni auk þess, sem fyrir var. Dýpt borholunnar er 186 m. Fram- kvæmdin öll kostaði um 50 þús. krónur og var gerð Tilraunastöðinni að kostnaðarlausu, nema hvað hún hýsti og fæddi mennina, sem að verkinu unnu. Auk þeirra tveggja manna, sem áður eru nefndir, kom Árni G. Ey- lands, stjórnairáðsfulltrúi, mjög við þetta mál og fylgdi framkvæmd þess eftir með festu og dugnaði. — Vil ég hér með færa öllum þessum mönnum — ásamt bormönnunum, Guðna Jónssyni og Guðmundi Jónssyni, sem unnu mjög vel — beztu þakkir fyrir drengilegan stuðning við þetta mál, sem ef til vill á eftir að gjörbreyta aðstöðu Tilraunastöðvarinnar til ýmissa vandamála í sambandi við reksturinn. Árið 1954. Á árinu 1954 voru kílræstir um 20 ha af óbrotnu landi. Kostaði sú framkvæmd rúmlega 6 þús.‘ kr. Þá var lagður vegur og byggð brú fyrir rúmlega 3.500 kr. Þá voru teknir upp og endurnýjaðir gólfdúkar á nokkrum herbergjum í íbúðarhúsinu (3.400 kr.). Af verkfærum var keypt á árinu: Heyýta (ensk, kr. 3000.00) aftan í „Ferguson“-dráttarvél og kartöfluupptökuvél (kr. 5000.00). Ennfremur þurrkskápur, vog, sláttuvél, ritvél, skrifborð, peningaskápur og ýmislegt fleira vegna tilraunastarfsem- innar (alls rúmlega 20 þús. kr.). Þá var og bíllinn gerður upp, keypt á hann nýtt hús og hurðir (12 þús. kr.). Vegna þessara framkvæmda og nýkaupa söfnuðust skuldir á árinu (sjá rekstrarreikning 1954, enda brást garðræktin, eins og síðar mun að vikið. c. Búrekstur. Árið 1953. Á fóðrum voru 5 kýr, 44 ær, 45 gemlingar og 6 hrútar, auk 7 fóðrakinda. Flöld voru ágæt á kúm, en nytjar lélegar yfir sumarmánuð- ina eins og fyrr, þrátt fyrir beit á túni mestan hluta sumarsins jafnframt úthagabeit. Með samþykki Tilraunaráðs jarðræktar var kúnum fargað haustið 1953. Var tveim þeirra slátrað, ein seld og tvær leigðar Jóni Kr. Ólafssyni, bónda á Grund, og hefur verið keypt mjólk hjá honum síðan. Nytjar af sauðfé voru góðar, eða 16 kg fallþungi af dilkum, og ull að meðaltali 2.1 kg á kind. Ber þess að gæta, að y4 hlutar lamba þeirra, sem slátrað var, voru tvílembingar eða lambgimbrarlömb. Tvær ær drápust úr „Hvanneyrarveiki“ á árinu og þrjár fóru í sjóinn úr eyjum. Túnið var stækkað um 1.2 ha og er nú 11.5 ha alls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.