Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 89
87
Yfirlit um hita og úrkomu á Skriðuklaustri 1953 og 1954.
Hiti í C° Úrkoma í mm
1953 1954 1953 1954
Janúar °0 ö •I- 1.5 16.5 79.0
Febrúar 0.4 h-0.2 89.3 69.9
Marz 2.9 -i-0.4 20.2 77.8
Apríl -r-1.5 3.6 31.4 32.4
Maí 5.8 6.6 12.4 17.2
Júní 11.7 9.3 13.5 26.9
Júlí 10.7 10.0 35.5 21.9
Ágúst 11.2 9.8 32.6 24.5
September 9.3 4.4 59.1 44.6
Október 4.9 2.4 95.9 30.4
Nóvember 1.3 2.1 131.4 106.9
Desember 3.3 -r-2.0 67.3 57.1
Meðaltal allt árið 5.0 3.9 605.1 588.6
Meðaltal maí—sept 9.7 8.0 153.1 135.1
Hitamagn 1. maí—30. sept. 1488 1228
2. Tilraunastarfsemin.
Árið 1953 var tilraunastarfsemin lítil, eins og árin 1951 og 1952, og
einungis byrjað á fáum tilraunum, en hins vegar var unnið að því að
skapa aðstöðu fyrir aukna tilraunastarfsemi á árinu 1954.
Árið 1954 var tekin upp allvíðtæk tilraunastarfsemi á líkan hátt og á
hinum tilraunastöðvunum, og var þá byrjað á fjölmörgum tilraunum.
Sumarið 1954 var Ólafur Jónsson, fyrrverandi tilraunastjóri, ráðinn til að
sjá um framkvæmd tilraunanna, og hefur hann einnig annazt uppgjör
og skýrslugerð fyrir árið 1954.
í þessari skýrslu verður fylgt sömu reglu og í skýrslum hinna tilrauna-
stöðvanna, að notuð verða táknin K fyrir kalí, P fyrir fosfór- og N fyrir
köfnunarefnisáburð. Þar sem ekki er annars getið, eru notaðar þessar teg-
undir af tilbúnum áburði: Kalí 50% K20, þrífosfat 45% P205, og kalk-
ammonsaltpétur 20.5% N.
Árið 1953 var áburður borinn á tilraunir um 20. maí og slegið um
8. júlí og 3. sept. Árið 1954 var borið á tilraunir frá 19. maí til 1. júní og
slegið frá 2. júní til 10. júní, og annar sláttur frá 17. júlí til 8. ágúst.