Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Síða 45
43
talsvert frost, og myndaðist þá holklaki, sem eyðilagði tilraunina að mestu
leyti. Var því sáð í nýja tilraun vorið 1953.
Tilraun með grasfrœblöndur, nr. 26 1953.
Fræblöndurnar voru samsettar á eftirgreindan hátt:
Blanda 1: 35% háliðagras, 30% vallarfoxgras, 35% hávingull.
Blanda 2: 60% háliðagras, 20% vallarsveifgras, 20% túnvingull.
Blanda 3: 30% vallarfoxgras, 20% vallarsveifgras, 20% túnvingull,
15% línsveifgras, 15% axhnoðapuntur.
Blanda 4: 35% háliðagras, 30% vallarfoxgras, 15% vallarsveifgras,
15% túnvingull, 5% línsveifgras.
Blanda 5: 30% vallarsveifgras, 30% túnvingull, 25% línsveifgras,
10% rýgresi.
Blanda 6: 24% vallarfoxgras, 16% vallarsveifgras, 16% túnvingull,
12% línsveifgras, 12% axhnoðapuntur, 20% hvítsmári.
Blanda 7: 24% vallarsveifgras, 28% túnvingull, 20% línsveifgras,
8% axhnoðapuntur, 20% hvítsmári.
Sáð var í tilraunina 16. júní í velunninn, leirblandinn mýrarjarðveg,
sem búið var að forrækta í 4 ár (grænfóður, rófur, kartöflur, rófur). Fræið
byrjaði að koma upp um 27. júní. Nokkur arfi kom í tilraunina, en hon-
um tókst að halda niðri með handhreinsun. Tilraunin var einslegin og
slegið 11. sept. 1953. Árið 1954 var tvíslegið.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
1953 1954 2 ára föll
Blanda 1 ..................... 70.3 80.7 75.50 100
Blanda 2 ..................... 68.7 79.2 73.95 98
Blanda 3 ..................... 80.2 67.7 73.95 98
Blanda 4 ..................... 70.7 72.1 71.40 95
Blanda 5 ..................... 85.9 55.3 70.60 94
Blanda 6 ..................... 87.8 63.3 75.55 100
Blanda 7 ..................... 82.2 58.6 70.40 93
Borið var í tilraunina hvert ár um 100 kg N, 90 kg P og 90 kg K.
Við gróðurathugun 10. júlí 1954 kom í ljós, að hlutföllin í hinum ein-
stöku blöndum höfðu raskazt nokkuð. Sumar tegunlir höfðu dáið út, eins
og t. d. axhnoðapunturinn. Stærð reita var 1x10=10 m2. Á milli reita
voru 20 cm. Endurtekningar voru 3. — Lítill munur virðist á þessum fræ-
blöndum, og á þessu stigi tæplega hægt að telja eina blönduna vera betri
heldur en aðra.