Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 9
7
Yfirlit um hita og úrkomu á Akureyri 1953 og 1954.
Hiti í 1953 1954 C° 1901-30 Úrkoma í 1953 1954 mm 1901-30 Úrkomudagar 1953 1954
Janúar 4-0.4 1.1 4-2.5 32.4 41.5 43.4 12 10
Febrúar 0.8 4-0.4 4-2.0 48.1 17.7 34.4 17 6
Marz 2.0 4-0.4 4-1.7 142.8 60.2 35.6 21 16
April 4-2.1 4.0 0.8 85.9 17.2 30.7 21 8
Maí 6.4 6.9 5.0 6.9 20.8 22.2 4 6
Júní 11.7 8.6 9.3 15.5 24.1 23.8 7 5
Júlí 10.8 9.4 10.9 51.2 26.4 35.2 13 14
Ágúst 10.7 10.1 9.2 30.4 32.1 41.4 7 8
September 9.2 4.1 6.8 25.4 77.4 39.2 9 14
Október 3.9 2.1 2.5 86.4 50.0 55.9 15 11
Nóvember 2.8 2.1 4-0.5 72.5 60.8 45.9 16 15
Desember 0.3 4-2.1 4-1.9 42.7 48.4 57.0 15 13
Meðaltal allt árið 4.7 3.8 3.0 640.2 476.6 464.7 157 126
Meðaltal maí- -sept. 9.6 7.7 8.2 129.4 180.8 161.8 40 47
Hitam. 1/5-1/10 1476 1186 1261
því snjólaus á láglendi meginhluta mánaðarins, og í síðustu viku apríl
mátti heita að jörð væri klakalaus víðast hvar og tekin að þorna, þannig
að jarðvinnsla gat þá hafizt. Komi í tilraunir var t. d. sáð 27. apríl. Tún
voru þá einnig tekin að lifna, og mátti víða sjá greinileg litaskipti.
Maí. Þann 30. apríl kólnaði í veðri og hélzt svo til 9. maí. Frost var
allar nætur en úrkoma engin fyrstu vikuna. Jörð fraus þó ekki, og trufl-
uðu þessi frost ekki venjuleg vorstörf, en liins vegar kom kyrrstaða í allan
gróður á túnum. Átt var norðlæg í byrjun mánaðarins, en 10. maí gekk
til sunnanáttar, og var óslitin sunnanátt það sem eftir var mánaðarins og
jöfn hlýindi. Grasvöxtur varð mjög ör á túnum, og var komið töluvert
gras á tún í maílok.
Júní. Með júní gengur í norðlæga átt og má heita, að norðanáttin
haldist allan mánuðinn. Fyrstu 4 dagarnir voru hlýir, og mældist mestur
hiti þann 4., 18.5° C. Frá 5. júní komu mjög fáir hlýir dagar. Meðalhiti
sólarhringsins var oftast 6.5—8°. Meðalhiti mánaðarins var 0.7° fyrir neð-
an meðallag. Úrkoma var engin fyrstu 18 dagana og var því ágæt heyskap-
artíð. Sláttur byrjaði hér 5. júní, og var þá komið mjög sæmilegt gras á
túnin hér heima við. Mest iirkoina mældist 22. júní 12.8 mm.
Júli. Ráðandi vindátt er norðlæg allan mánuðinn og engin veruleg
hlýindi. Mestur hiti mældist þann 19., 16.8°. Hinn 2. júlí gekk í úrkomu,
og var úrkoma flesta daga til 16., en síðan var þurrt að mestu til mánaða-