Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 6
Kápumynd:
Myndina framan á kápu þessa heftis málaði Ásdís Jóhannsdóttir. Hún er fædd árið 1951 og
er búsett á Egilsstöðum. Ásdís hefur ætíð haft mikinn áhuga á myndlist og byrjaði að mála
fyrir 18 árum þegar hún sat námskeið Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs.
Ásdís hefur síðan sótt öll námskeið sem félagið hefur staðið fyrir og verið iðin með pensilinn.
Hún hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í öllum samsýningum Myndlistarfélagsins
sem eru árlegir viðburðir.
„Landslag hefur alltaf heillað mig,“ segir Ásdís, „en einnig hef ég málað andlitsmyndir
og sótt myndefni í minningar frá æskuárunum og er þessi mynd dæmi um slíkt verk.“
„Myndin sýnir Gudduna ljölskyldu- og vinnubíl föður míns Jóhanns Valdórssonar á
Þrándarstöðum. Þessi bíll gegndi margvíslegu hlutverki: flutti fé í afrétt og þá vöru bömin
höfð með innan um lömb og ær. Einnig flutti hann mjólkurbrúsa, áburð, fóðurbæti og önnur
aðföng úr kaupstað svo eitthvað sé nefnt. Ekki síst var þetta fjölskyldubíllinn og á honum
voru famar margar ferðirnar til gagn og gamans, án allra öryggisbelta og takmarkana á
farþegaljölda. Myndin heitir einfaldlega Guddan og er máluð 2012.“
Höfundar efnis:
Arndís Þorvaldsdóttir, f. 1945, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsett á Egilsstöðum.
Baldur Grétarsson, f. 1961, bóndi, Kirkjubæ í Hróarstungu.
Bára Stefánsdóttir, f. 1969, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfírðinga, búsett á Egilsstöðum.
Bergljót Hallgrímsdóttir f. 1952, bóndi, Haga 1 í Aðaldal.
Bragi Bergsson, f. 1978, sagnfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Elsa Guðný Björgvinsdóttir f. 1984, háskólanemi, búsett á Egilsstöðum.
Halldór Vilhjálmsson, f. 1933, fyrrverandi menntaskólakennari, búsettur í Reykjavík.
Helgi Hallgrímsson, f. 1936, líffræðingur og rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum.
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, f. 1971, þjóðfræðingur, búsett á Egilsstöðum.
Hrafnkell Lárusson, f. 1977, sagnfræðingur, búsettur í Breiðdal.
Ingimar Sveinsson, f. 1927, fyrrverandi skólastjóri, búsettur á Djúpavogi.
Ragnhildur Rós Indriðadóttir f. 1956, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, búsett í Fellabæ.
Sigurður Z. Gíslason, f. 1900 - d. 1943, guðfræðingur, sóknarprestur í Sandaprestakalli í Dýrafirði.
Sigþrúður Sigurðardóttir, f. 1959, grunnskólakennari, Brennistöðum í Eiðaþinghá.
Sólveig Bjömsdóttir, f. 1958, húsfreyja, Laufási í Hjaltastaðaþinghá.
Stefán Bogi Sveinsson, f. 1980, lögfræðingur og ljóðskáld, búsettur á Egilsstöðum.
Vigfus Jónsson, f. 1873- d.1953, verkstjóri á Reyðarfírði.
4