Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 7
Allt er fertugum fært Þetta hefti Múlaþings sem hér kemur fyrir sjónir lesenda er hið fertugasta í röðinni. Það verður að segjast eins og er, að ekki er sjálfgefið að tímarit eins og Múlaþing lifi í nútímasamfélagi netmiðla og íjölbreyttrar afþreyingar. Hinir tryggu áskrifendur ritsins eru grundvöllurinn að því að ritið komi út og einnig þeir höfundar sem láta efni af hendi rakna til birtingar í ritinu án endurgjalds. Nú eru áskrifendur Múlaþings um 500 talsins og hefur þeim fækkað á síðustu árum, aðallega vegna þess að áskrifendur til margra ára hafa horfið yfír móðuna miklu. Þetta er í raun lágmarksijöldi til að útgáfan standi undir sér án allra styrkja eins og raunin hefur verið mörg undanfarin ár. Erfiðlega hefur gengið að fjölga áskrifendum. Ymsar leiðir hafa verið reyndar og fyrir nokkrum árum var sú leið farin að minnka birgðastöðuna með því að senda eitt hefti Múlaþings að gjöf inn á öll heimili á Austurlandi til kynningar. Það skilaði innan við iO nýjum áskrifendum. Fyrstu tíu hefti Múlaþings eru nú illfáanleg og eftirsótt meðal safnara. Fyrsta hefti Múlaþings kom út árið 1966 og var gefið út af Sögufélagi Austurlands. Félagið var stofnað 19. september 1965 í þeim tilgangi meðal annars að gefa út tímarit með það að markmiði „að halda til haga ýmsu af sögusviði landshlutans og úr samtíð“, eins og fyrsti ritstjóri þess Armann Halldórsson kennari á Eiðum komst að orði þegar hann fylgdi fyrsta heftinu úr hlaði. Þetta markmið er enn í fullu gildi þó að efni Múlaþings hafi vissulega breyst nokkuð í tímans rás. Á fyrstu árum ritsins var komið á neti umboðsmanna í Múlasýslum, í sveitum og kaupstöðum, við útgáfu þriðja heftis, sem kom út árið 1968, voru þessir umboðsmenn tuttugu talsins. Sögufélag Austurlands lagði upp laupana árið 1980 og eftir það eru Múlasýslumar tvær og þrír kaupstaðir fjórðungsins skrifuð sem útgefendur ritsins og síðar Héraðsnefnd Múlasýslna. Eftir að Héraðsnefnd var aflögð hefur SSA verði skráð sem útgefandi og hafa sveitarfélög á Austurlandi tilnefnt fólk í útgáfustjóm ritsins. Verður saga Múlaþings ekki rakin hér frekar enda ekki hægt í stuttum pistli sem þessum. „Tímaritin eru eins og börnin á jýrri tíð, sum komust til vits og ára en önnur dóu þegar í œsku og gleymdust nokkuð fljótt öðrum en nánustu aðstandendumsvo ritar Ármann Halldórsson í 11. hefti Múlaþings. Ármann kenndi undirrituðum íslensku við Alþýðuskólann á Eiðum. Eitt sinn kom það fyrir mig að sofna í tíma hjá Ármanni og vaknaði ég ekki fyrr en allir höfðu yfirgefið stofuna. Á þeim ámm hefði mér aldrei dottið í hug, og örugglega Ármanni ekki heldur, að ég ætti eftir að standa í sömu spomm og lærifaðirinn að ritstýra hinu merka riti Múlaþingi. Við útgáfu þessa hefitis Múlaþings er mér það efst í huga að láta útgáfuna ekki sofna á komandi árum, eins og mér varð á í kennslustundinni hjá Ármanni forðum. Árið 2016 verða fímmtíu ár liðin frá því að fyrsta heftið kom út og mun ritið vonandi lifa það merkisafmæli útgáfunnar. Njótið vel. JGG 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.