Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 14
Múlaþing á morgnana og skilaði mér alltaf á tilsettum tíma í veg fyrir skólabílinn. A bakaleiðinni var hún hinsvegar öllu ákafari og þar sem knapinn sem að nafninu til réði ferðinni, var líka heimíus, fór hún nánast eins og fugl flygi, mest á stökki þessar bæjarleiðir og blés ekki um nös. Nú kom sér líka vel að geta spennt skólatöskuna á bakið svo að hún var mér ekki til trafala við að halda í tauminn. Ohætt er að segja að hamingjusamara skólabarn hefur varla stigið inn um dymar heima hjá sér eftir skóladaginn en ég eftir reiðtúrana á Gránu þennan vetrarpart. Ekki man ég eftir að veður eða færð hafi hamlað skólasókn minni, enda komst Grána ferða sinna þó að bílamir sætu fastir í sköflunum. Námsefnið þennan síðasta vetur var það sama og áður en stafsetning og málfræði tóku meiri tíma í heimanáminu. Kennslan hjá séra Bjarna var að mörgu leyti ólík kennslunni hjá Margréti. Hann fór talsvert út fyrir námsefnið í tímum og lét okkur gera ýmis verkefni sem við höfðum ekki áður vanist. I matarhléinu í hádeginu var hann að láta okkur keppa í hugarreikningi og hann setti okkur nokkuð oft fyrir að skrifa um eitthvað sem við höfðum upplifað. Stundum las hann upp ritgerðir og í því fólst viðurkenning á vinnu okkar og líklega vomm við dálítið stolt þegar okkar eigin ritgerð varð fyrir valinu. Best man ég þó eftir verkefni sem við áttum að gera um ömefni á bænum okkar en öll bjuggum við á sveitabæjum. Þetta verkefni fannst mér geysilega skemmtilegt, enda kunnug hverri þúfu og sprænu í Droplaugarstaðalandi eftir sífellt ráp og smalamennskur um hlíðar og dali, meðal annars veturinn áður. Allar götur síðan hef ég gert mér grein fyrir því, hversu miklu máli það skipti fyrir börn að fá að fást við verkefni sem hefur einhverja merkingu fyrir þau. Við æfðum líka leikrit þennan vetur og sýndum í Végarði á sumardaginn fyrsta, auðvitað fyrir fúllu húsi. Leikritið hét: Láki í ljótri klípu og var það áreiðanlega frumraun okkar allra á leikl istarbrautinni. Skólanum lauk um sumarmálin með prófum og eldri og yngri deild voru þá báðar í einu og tók prófið tvo daga ef mig misminnir ekki. Eg lauk fullnaðarprófi þetta vor 1965 en þá er farið að styttast mjög í endalok farskólans í Fljótsdal, því að tveimur árum seinna tók heimavistarbamaskóli á Hallormsstað til starfa. Þangað fóru böm úr Fljótsdal og nágrannasveitarfélögum. Eg fékk góðar einkunnir á prófínu og eitthvað hefur foreldrum mínum fundist til um stelpuna þennan vetur, af því að þau gáfu mér splunkunýtt reiðhjól um vorið fyrir dugnað við skólasóknina og góðan árangur í náminu, eins og þau orðuðu það. Um sumarið fórum við krakkarnir í skólaferðalag norður í Mývatnssveit með kennaranum. Við fómm eldsnemma að morgni að heiman og komum til baka um nóttina. Við höfðum með okkur nesti en fengum mat á öðru hvoru hótelinu í Mývatnssveit. Við fórum með rútu sem mjög líklega hefur verið fengin frá Reyðarfirði en þar var þá rútufyrirtæki að mig minnir. Bílstjórinn hét Bergsteinn Ámason frá Ormarsstöðum en við hann kannaðist ég áður. Þetta var mikið ævintýri fyrir mig sem hafði ekki farið lengra en í Egilsstaðaþorpið. Tvennt líður mér seint úr minni af því sem ég upplifði í þessari ferð: Á leiðinni norður stoppuðum við í Möðmdal og höfum líklega fengið okkur af nestinu okkar en alla vega kom Jón bóndi í Möðmdal og bauð okkur í kirkjuna. Þar settumst við á bekkina og hann settist við orgelið og spilaði og söng fyrir okkur og ég man hversu háa tóna hann tók, þó ég muni ekki hvað hann söng. Mér fannst söngurinn fylla út í kirkjuna, tilkomumikill og með einhverjum óraunvemleikablæ. Hitt var þegar ég sá móbergsfjöllin á leiðinni. Slík fjöll hafði ég ekki áður augum litið í nálægð svo ég myndi. Klettóttar hlíðamar í Fljótsdalnum voru fjöll í mínum 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.