Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 17
Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Er lít ég til baka á æskunnar ár...
Viðtal við Elísabetu Sigfusdóttur frá Staffelli
í Fellum á Fljótsdalshéraði
Elísabet Þóra Kristbjörg Sigfúsdóttir er
fædd 30. desember 1895 á Hauksstöðum
í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru
Sigfús Jón Oddsson frá Hreiðarstöðum og
kona hans Guðrún Bjamadóttir frá Hafrafelli.
Þau fóru í Hauksstaði, segir Elísabet, árið
1895. Þau vom þar í tvö ár en slæmt árferði
og fjármissir ollu því að þau fóm þaðan og
komu aftur í Fellin. Fluttust fyrst í Meðalnes
og voru eitt ár þar, 1897, og ... „svo fer faðir
minn í Hreiðarstaði '98 og er þar þangað til
1900 þá fer hann í Staffell, keypti Staffell
og þar er hann eftir það. Þá var ég 4 ára. Við
urðum níu systkinin."
Hvernig var nú lífið hjáykkur á Staffelli?
Eins og gerist og gengur, sæmilegt sveitalíf
held ég. Það var fært frá þá, á hverju ári fyrstu
árin. Við sátum yfir síðast 1904, en það var
fært frá seinna. Eitt ár, 1911. Ég sat yfir þegar
ég var átta ára með bróður mínum Runólfi
sem var á sjöunda ári.
Fannst þér það ekki erfitt?
Nei, við sátum bara yfir þegar gott var, alltaf
þegar rigning var sat Oddur yfir. Hann var
eldri. En það var ósköp gott sumar.
En hvað voruð þið að gera meðan þið sátuð
yfir?
Bara horfa eftir ánum og leika okkur. Við
fómm ekki fyrr en klukkan 10 á morgnana,
þá var búið að mjólka þær. Fómm hægt og
bítandi með þær í hagann þangað til, ja ég
veit nú ekki hvað klukkan var, átta líklega,
þá fómm við heim. Maður þurfti svo sem
að hlaupa eftir ánum, ekki máttu þær sleppa
til íjalla.
Fannst þér sauðamjólk góð?
Nei, ekki góð að drekka hana eintóma en
það var gott skyr úr henni og smjör. Hún var
kostmeiri, mikið smjör í mjólkinni og ostur
víst líka. Það var gert upp í stómm biðum,
skyrið, og það þurfti ekki nema að ausa svolítið
mysu af. Það var víst selt sauðasmjörið en það
var fyrir mína tíð. Eftir að fráfæmr lögðust
niður var kúm eitthvað fjölgað.
Hvernig var skólagöngu þinni háttað?
Það var enginn skóli, það voru bara teknir
fræðimenn einhverjir, Möðruvellingar, og
kenndu okkur að lesa, þeir voru kennarar
tíma og tíma á bæ. Sigfús Sigfússon þjóð-
sagnasafnari kenndi mér að stafa. Og Dagný
15