Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 21
Er lít ég til baka á æskunnar ár...
Elísabet lOára i hópi skyldmenna. Aftari röð frá vinstri: Jón Stefánsson bóndi Hreiðarsstöðum. Sveinn Bjarnason
á Staffelli, síðar bóndi á Heykollsstöðum í Tungu, móðurbróðir E.S., Oddur Sigfússon bróðir E.S., síðar bóndi á
Stajfelli, Bjarni Halldórsson, uppeldissonur Bjarna á Hafrafelli, flutti síðar til Akureyrar. Femri röð firá vinstri:
Sveinbjörg Bjarnadóttir móðursystir E.S., húsfreyja á Hreiðarsstöðum (kona Jóns), Elisabet Sigfúsdóttir 10 ára,
Anna Bjarnheiður Sigfúsdóttir systir E.S. síðar húsfreyja á Setbergi og Guðrún Bjarnadóttir móðir E.S. húsfeyja
á Staffelli.
„Eru ekki stúlkumar héma? Hann er líklega
að fara hjá pósturinn, hundarnir gelta.“ Eg
var nú ekki lengi fram úr rúminu þá og út
á hólinn og kallaði í hann og bað hann að
bíða. Hann ætlaði ekki að stansa. Þama voru
fímm menn, eitt var kvenmaður. Og hafði
marga hesta undir sér. Ég kom nú til hans og
hann stansaði nú samt en hann ætlaði ekki
að gera það. Ég sagði honum að ég biði hér
eftir honum og bað hann að vera svo góðan að
hjálpa okkur yfir ána og lána mér hest, henni
var sendur hestur og söðull og öll reiðtygi af
því hún var þama úr nærsveitunum. Hann
sagðist ekki geta það við værum svo lengi
að búa okkur. Þá kom fylgdarmaður hans og
sagðist skyldu lána mér hestinn, hann gæti
farið heim að Kotum og fengið lánaðan hnakk
og reiðtygi þar og skilað þeim í næstu ferð.
Svo fór ég bara heim til Maríu og sagði henni
að koma. Hún hét María þessi stúlka sem ég
var með. Við fómm bara af stað í snarkasti,
ég held að klukkan hafí verið eitthvað ljögur
um nóttina. Við settumst bara á bak hestunum
þarna utan við girðinguna. Það tók okkur
ekki langan tíma að búa okkur af stað. Við
höfðum ekkert meðferðis og ég er að hugsa
um hvað við vorum heimskar eiginlega að
fara þannig af stað.
A hvernig skóm voruð þið?
Nú sauðskinnsskóm, auðvitað.
19