Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 31

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 31
Það var fyrir 70 árum skipulagsuppdrætti, ásamt með Einari Stefánssyni sem var byggingafulltrúi á undan honum. Sömuleiðis mælt fyrir vatnslögnum og skólplögnum um þorpið og staðið fyrir lagningu þeirra. Því má við bæta að Nielsen var einn af stofn- endum Byggingafélagsins Brúnás og starfaði sem smiður og verkstjóri hjá fyrirtækinu síðustu æviár sín. Einnig kenndi hann múraranemum efnisfræði múriðnar við iðnskóladeild sem sett var á fót á Egilsstöðum árið 1961. Þegar Nielsen hafði stundað smíðar við góðan orðstír í um aldarijórðung tók hann loksins sveinspróf. Meistari hans var Einar Sigurðsson í Odda á Fáskrúðsfirði. Varhann hjá honum á Búðum einhverja mánuði. Hann fékk sveinsprófið 14. desember 1946 og nokkrum árum seinna meistarabréf. Sveinsstykkið var innihurð á jámum með glerrúðu. Sem dæmi um hús sem Nielsen teiknaði og kom að byggingu á, öðrum en Lyngási, má nefna útihúsin heima á Egilsstaðabúinu og hús Jóns Egils Sveinssonar á Egilsstöðum. Einnig teiknaði hann hús Ingimars Sveinssonar, en vann ekki við byggingu þess. Þorpið unga og þúsundþjalasmiðurinn Þegar Egilsstaðahreppur var stofnaður með lögum frá Alþingi 1947, vom 8 íbúðarhús risin eða í byggingu í hreppnum og íbúar töldust vera 69. Öllum heimildum ber saman um að Nielsen hafí byrjað fyrstur að byggja en Steinþór Eiríksson og Þómnn Þórhallsdóttir verið fyrri til að flytja inn í hús sitt sem þau nefndu Bjarmaland. Hér hefur verið sagt frá aðkomu Nielsens að verklegri uppbyggingu hins nýstofnaða þéttbýlis, en til að skapa gott samfélag þarf fleira til að koma og þar voru þau hjón liðtækir þátttakendur. Heimili þeirra í Lyngási var hlýlegt og fallegt og þar var tekið á móti gestum af mikilli gestrisni með góðum veitingum og glaðri lund. Ættingjar húsfreyjunnar og nágrannar frá fyrri tíma vom tíðir gestir og oft voru hjá þeim leigjendur og kostgangarar til lengri og skemmri tíma. Þá vom þau hjálpsöm nágrönnum sínum og má sem dæmi nefna að lítil stúlka, Björg Helgadóttir, dvaldi hjá þeim um eins árs skeið á meðan móðir hennar, Guðlaug Sveinsdóttir ljósmóðir, vann að því að koma sér upp húsi sem hún byggði í félagi við foreldra sína. Friðrik Jónsson bóndi á Þorvaldsstöðum skrifaði minningargrein um Friðborgu og Osvald sem birtist í Islendingaþáttum Tímans 11. maí 1972. Þar lýsir hann Friðborgu á þessa leið: Friðborg var félagslega sinnuð, hlý í viðmóti og viðræðugóð, trygglynd og vinaföst. Framúrskarandi rösk húsmóðir en nærgætin og fljót að finna hvað best ætti við hverju sinni. Einnig tiltekur Friðrik hvað þau hjónin hafí verið samhent og einhuga um að búa sér smekklegt heimili. Þau hjón tóku virkan þátt í félagsstarfi. Var Friðborg einn af stofnfélögum Kvenfélagsins Bláklukku sem stofnað var 1948 og fyrsti ritari þess. Einnig sýnir mynd frá 6. áratugnum að Nielsen var í leikarahópi sem setti upp sýningu í skálanum við Kaupfélagið. sem segja má að hafí verið fyrsta félagsheimili þorpsbúa. Minnist Erna með ánægju ára- mótadansleikjanna sem haldnir voru þar. Þangað mætti hún með foreldrum sínum og allir skemmtu sér saman. Kannski var orðið kynslóðabil ekki komið til sögunnar þá. Nielsen fór aldrei til Danmerkur aftur. Erna og maður hennar Elís Guðnason, rafvirkjameistari á Eskifírði vildu bjóða honum út. Hann var þá tekinn að reskjast og bauðst Elís til að fara með honum. Honum fannst ferðalagið of mikið fyrirtæki og afþakkaði boðið. Þegar ég spurði Ernu hver 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.