Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 33
Það var fyrir 70 árum
Leigði hún bæði einstaklingum og
litlum fjölskyldum húsnæði en hafði alltaf
eitt herbergi laust bæði fyrir eigin gesti og
ferðamenn sem leituðu eftir gistingu, en þeir
voru Ijölmargir og sumir fastagestir, eins og
sölumenn sem voru reglulega á ferðinni. Hún
hóf einnig að vinna utan heimilis tíma og tíma
og naut þá þess orðspors sem fór af henni
sem matreiðslukonu, vann í veitingasölunni
í Asbíó og í Hótel Valaskjálf fyrsta árið sem
það starfaði.
Þegar kom fram á 7. áratuginn fóru að
koma fram miklar skemmdir í steypu á
útveggjumNielsenshúss og ljóst að viðgerða
væri þörf. Akvað Friðborg sumarið 1967 að
láta einangra húsið og klæða það að utan með
viðarklæðningu. Verkið vann Páll Lárusson
trésmíðameistari ásamt nokkrum ungum
mönnum. Friðborgu var mikið í mun að þetta
verk tækist sem best. Það gekk eftir og hélt
húsið sérstöðu sinni og glæsileik.
Mér hefur ávallt fundist við bæjarbúar
standa í þakkarskuld við þessa kjarkmiklu og
framsýnu konu sem lagði í þessa framkvæmd
komin hátt á sjötugsaldur. I mínum huga er
Nielsenshúsið ekki bara minnisvarði um
frumbýlingana Friðborgu og Osvald, heldur
líka einstaklega fallegt og sílhreint hús sem
við getum verið stolt af að hafa í okkar
bæjarfélagi.
Friðborg lést á Borgarsjúkrahúsinu í
Reykjavík 10. ágúst 1971. Fór útförin fram
frá heimili hennar viku síðar. A þeim aldar-
fjórðungi sem hún átti heima í Egilsstaðaþorpi
hafði íbúatalan margfaldast. Nýjar götur
orðið til, hús risið og ijölbreyttur trjágróður
var farinn að setja sinn svip á umhverfið.
Það minnti því fátt á móann þar sem fyrsta
skóflustungan að Nielsenshúsi var tekin árið
1944.
Ritaðar heimildir
Björn Vigfússon. „Ar og dagur í lífi Egilsstaða."
Egilsstaðabók. Egilsstaðir 1997.
Erna með hamarinn sem Nielsen smíðaði til að gera
munstur í hleðslusteinana. Ljósmynd: Sœbjöm Eggertsson.
Friðrik Jónsson. Islendingaþœttir Tímans 11.5.1972.
Guðrún Kristinsdóttir. „Gistihúsið á Egilsstöðum.“
Egilsstaðabók. Egilsstaðir 1997.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi II bindi. Ritstjóri
Ármann Halldórsson. Búnaðarsamband
Austurlands 1975.
Sigrún Hrafnsdóttir. Húsmœðraskólinn á
Hallormsstað 1930-1980. 1982.
Sveinn Jónsson. Tíminn 16.10.1962.
Sóknarmannatal Vallanessóknar 1930.
Mínesterbók Vallanessóknar.
Gunnarsstofnun, vinnudagbók Odds Kristjáns-
sonar 1939.
Héraðsskjalasafn Austfírðinga, vinnudagbók
Osvalds Nielsen 1924.
Munnlegar heimildar
Viðtal við Ernu Nielsen í janúar 2014.
Símtal við Ingimar Sveinsson í janúar 2014.
Símtal við Guðna Nikulásson í janúar 2014.
Upplýsingar úr fórum Þórhalls Sigurðssonar,
Fellabæ.
31