Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 34

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 34
Múlaþing Húsið og garðurinn Húsið Lyngás eða Café Nielsen eins og það er kallað í dag er 135,4 m2 að stærð. Húsið var nokkur ár í byggingu og var ekki skráð inn í fasteignaskrá fyrr en árið 1947. Það er upphaflega hlaðið úr steini og voru útveggir tvöfaldir með holrúmi á milli. Gluggakistur voru því óvenju djúpar. Á þakinu voru þakskífur. Burðarveggir inni voru hlaðnir. Texplötur voru límdar á veggina en þær var auðvelt að útvega í stríðslok þegar farið var að rífa braggana. Þegar ég kynntist húsinu 1967 voru í því 14 vistarverur. Undir húsinu er lítill kjallari. Þar var upphaflega kolageymsla, og geymsla fyrir garðávexti. Þar sem miðstöðvarkatli var síðar komið fyrir. Á neðri hæð var forstofa inn af henni innangengt í geymslu. Aðrar vistarverur á neðri hæð voru lítið svefnherbergi, eldhús, snyrtiherbergi og borðstofa með samliggjandi stofu þar sem innangengt var í litla sólstofu. Undir eldhúsinu var lítil köld geymsla í kjallara og ætlaði Nielsen upphaflega að hafa homskáp í eldhúsinnréttingunni með hillum sem hægt væri að láta síga niður í geymsluna. Af því varð þó ekki þar sem rafstöð var fljótlega sett upp á Egilsstöðum og kæliskápar urðu þá almenningseign. Upphaflega var Nielsen með verkstæði og geymslur á loftinu en þegar ég flutti í húsið sumarið 1967 voru þar 7 vistarverur, tvö samliggjandi herbergi úr öðru gengt út á svalir, þrjú önnur svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Þegar skipulagning þéttbýlis hófst á Egilsstöðum var í umræðunni að væntanlegir íbúar stunduðu garðrækt sér til viðurværis. Þar voru þau Friðborg og Nielsen vel liðtæk og segir Ema Nielsen að garðurinn hafí fyrstu árin að mestu farið undir matjurtarækt. Ræktaðar vom rófur, kartöflur, allar algengar káltegundir, gulrætur og piparrót. Auk þess að þau voru fyrstu árin með hænur. Seinna gróðursettu þau tré og segir Sigurður Blöndal frá því í grein sinni, „Garðabærinn EgiIsstaðir “ sem birtist í Egilsstaðabók, að Nielsen hafi árið 1957 komið í Hallormsstað ásamt nokkmm Egilsstaðabúum að kaupa tré. Svo stóð á að verið var að selja nokkur sitkagrenitré, ættuð frá Alaska. Trén voru flest eins til tveggja metra há og vom þau stungin upp með hnaus. Keypti Nielsen þrjú af þessum trjám. Það ijórða fékk hann gefins þar sem það var orðið um þriggja metra hátt og taldi Sigurður að það mundi ekki þola flutninginn. Þessi tré prýða öll garðinn í dag og em orðin svo há að þau byrgja fyrir útsýni að húsinu. Myndarlegt belti af álmi sem gróðursett var á svipuðum tíma er á mörkum lóðar Nielsenshúss og Arionbanka. Er hann vaxinn af fræi frá Beiam í Norður-Noregi sem er um 55 km fyrir norðan heimskautsbaug. Álmurinn átti erfítt uppdráttar framan af en hefur braggast vel hin síðustu ár. Eftir lát Friðborgar var Nielsenshús í eigu Ernu Nielsen. Fyrstu árin höfðu þau hjónin þar útibú frá verslun sinni á Eskifirði og leigðu húsið að hluta. Eftir að verslunin hætti var húsið í leigu. Árið 1995 keyptu hjónin Olga Ákadóttir og Sigurður Eymundsson húsið með það fyrir augum að reka þar veitingahús sem við þekkjum í dag sem Café Nielsen. Var þá allt innréttað upp á nýtt innanhúss svo húsið hentaði hinu nýja hlutverki. Einnig var farið í endurbætur utanhúss og þá lögð áhersla á að ytra útlit, s.s. gluggar yrðu líkastir því sem var í upphafi. Olga og Sigurður ráku Café Nielsen til ársins 2005 en þá keyptu Anna Alexandersdóttir og Sigurdór Sigvaldason húsið og reksturinn. A.Þ. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.