Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 39
Lómatjarnargarður á Egilsstöðum
Mynd úr Lómatjarnargarði tekin í átt að Gagnheiði. Ljósmynd: Bragi Bergsson.
Samkvæmt tillögu Þóru áttu bakkar Lóma-
tjamarinnar að vera hlaðnir grjóti sem trapp-
aðist niður að vatnsyfírborðinu. Hún hugsaði
tjömina frekar fyrir fólk heldur en fúgla og
þá gætu börnin buslað í tjörninni og t.d.
leikið sér með báta. I tjörninni var gerður
hólmi sem hægt var að ganga út í eftir brú
og í hólmanum átti að byggja lystihús. Þá
átti að gera svokallað samkomurjóður, þar
sem hægt yrði að halda uppákomur. Einnig
var fyrirhugað að setja niður leiktæki, bekki
og gróðurskála þar sem hægt væri að selja
veitingar. Að lokum sagði Þóra í greinargerð
með tillögunni:
I tillögu minni hef ég leitast við að búa til
mjúkan, spennandi og skjólgóðan garð,
fyrir fólk á öllum aldri. Sannkallaðan
samkomustað fyrir Egilsstaðabúa og gesti
þeirra. Það er trú mín að þessi gróðurreitur
í hjarta bæjarins eigi eftir að auka stórkost-
lega á aðdráttarafl Egilsstaða.9
I framkvæmdaráætluninni var tjamarsvæðinu
skipt niður í nokkur minni svæði sem taka
átti fyrir hverju sinni næstu tíu árin. A árinu
1989 voru lagðir helstu stígar um svæðið,
sem þurfti svo að laga árið eftir vegna þess
að þeir höfðu sigið, enda garðurinn byggður
upp í mýri. Síðar voru lagðar drenlagnir um
allt svæðið.
Árið 1991 var stefnt að því að koma
svæðum A, B og C í stand, eins og það var
orðað. Þá átti að sá grasfræi og gróðursetja
trjágróður í jaðar alls svæðisins og meðfram
Tjamarbraut. Gerð var kostnaðaráætlun sem
var lögð fram á fundi Lómatjamarnefndar í
apríl 1991. Þar var miðað við verktakakostnað,
en bent var á að „vissulega myndi þetta
9 Hskj. Austf. Tjamarsvæði teikningar og skýrsla, undirrituð með
dulnefriinu Urban Pan. Askja nr. Egi-106-14.
37