Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 41
Lómatjarnargarður á Egilsstöðum
Blómabátur á Ljómatjörn. Safnahúsið í baksýn. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Það var samþykkt og var Bjöm Krist-
leifsson arkitekt, sem þá átti sæti í umhverfís-
nefnd bæjarins, fenginn til þess að vinna að
nýju skipulagi með Sigrúnu og gerðu þau
það um veturinn.14 Nýja skipulagið byggðist
að nokkrum hluta á verðlaunatillögu Þóru
Guðmundsdóttur, en Sigrún og Bjöm komu
fram með stefnubreytingar sem fólust m.a.
í því að:
...leyfa villta gróðrinum, sem var að vaxa
upp á svæðinu, að halda sér og eins var
gróðursetning trjágróðurs aukin til muna.
Einnig var ákveðið að láta náttúrulegu
tjömina og hólmann halda sér.15
14 Egilsstaðabók - frá býli til bæjar. Ritstjóri: Bjöm Vigfusson.
Egilsstaðir 1997, bls. 193 og viðtal við Bjöm Kristleifsson
arkitekt, 9. júní 2011.
15 Egilsstaðabók - frá býli til bæjar. Ritstjóri: Bjöm Vigfússon.
Egilsstaðir 1997, bls. 193.
Þannig var fallið frá því að hlaða bakka
tjamarinnar með gijóti. Ymsar forsendur höfðu
breyst frá því að Þóra gerði sína tillögu, t.d.
hafði útileikhús risið í Selskógi og útimarkaður
verið staðsettur annarsstaðar á Egilsstöðum.
Litið var svo á að sparnaður myndi nást fram
með því að nýta villta gróðurinn á svæðinu,
því það myndi spara viðhald á garðinum. Gerð
garðsins varð að forgangsverkefni á árinu
1995 og lagði umhverfisnefnd Egilsstaða til
að framkvæmdir á svæðinu myndu ganga
hratt og vel fyrir sig.16
Með samkeppninni á sínum tíma, má
segja að tjörnin hafi verið endurvakin, því
að á tímabili var hún nærri horfin vegna
mýrardmllunnar sem fýllti upp í tjömina vegna
lagningar Tjarnarbrautarinnar. Upphaflega
16 Fljótsdalshérað - skrifstofa byggingarfulltrúa. Græn mappa
merkt Tjarngarg. Tilkynning frá Umhverfísnefnd um
forgangsverkefni ársins 1995.
39