Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 42
Múlaþing
Frá 17. júní skemmtun í Tjarnargarðinum. Ljósmynd: Anna Ingólfsdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
tjömin var mun stærri að flatarmáli en sú sem
nú er í garðinum. Möguleg slysahætta var þó
alltaf ofarlega í huga fólks. „Þess vegna eru
menn feimnir við að hafa vatn í tjöminni í
dag og þess vegna er hún hálf vatnslaus og
nær aldrei upp í yfírfallið sem er á henni,“
sagði Bjöm Kristleifsson arkitekt í viðtali árið
2011. Honum fannst þetta undarlegt, því ekki
höfðu börn dmkknað í Tjörninni í Reykjavík,
þó margir hefðu dottið í hana á sínum yngri
áram við að gefa öndunum brauð. „Maður sá
fyrir sér að í góðu veðri væru krakkar að sigla
og busla og svona í tjöminni, en það hefur því
miður ekki verið,“ sagði Bjöm.17
Lokið var við gerð Lómatjarnargarðs
á afmælisári bæjarins árið 1997. Eftir það
hófst uppbygging á útivistarsvæði bæjarins
í Selskógi. Garðurinn þjónar hlutverki
sínu sem almenningsgarður t.d. í tengslum
við 17. júní hátíðarhöldin. Safnahús,
leikskóli og félagsheimilið Valaskjálf að
ógleymdu íþróttasvæðinu tengjast svo
Lómatjarnargarðinum með beinum hætti og
því em oft margir á ferli um garðinn.
I garðinum eru þrjár fánastangir sem
Samband sveitarfélaga á Austurlandi gaf
bænum árið 1997. Einnig er þar að finna
Umhverfísverðlaunaskjöld frá U.M.F.I. og
Umhverfissjóði verslunarinnar sem þau veittu
Austur-Héraði árið 1998 fyrir frumkvæði í
umhverfismálum. „Þama þyrfti að koma fyrir
styttu,“ sagði Bjöm Kristleifsson, en „bærinn
á enga styttu. Á sínum tíma kom ég fram með
hugmynd að gera styttu til að vera í garðinum.
Hún átti að vera af smala, strák með hund og
tvær rollur. Styttur eða minnismerki eiga að
vera í almenningsgörðum og það á eftir að
koma þama, það er alveg ljóst,“ sagði Bjöm
að lokum.18
17 Viðtal við Bjöm Kristleifsson arkitekt, 9. júní 2011.
Viðtal við Bjöm Kristleifsson arkitekt, 9. júní 2011.
40