Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 56
Múlaþing
Haraldur Bjarnason og íris Másdóttir í hljóðstofu árið 2000. Ljósmynd: Svœðisútvarp Austurlands.
tekst á við. Sambærileg rannsókn hefur ekki
áður verið framkvæmd hérlendis.
Við rannsóknina var stuðst við efni sem
ijölmiðlarnir birtu og skjöl í safhi RÚV. En
einnig við fræðileg skrif um íjölmiðlun,
þ.á m. þær rannsóknir sem sérstaklega
víkja að svæðisbundinni fjölmiðlun.
Veigamesti heimildaflokkurinn er hins
vegar spurningakönnun sem lögð var fyrir
valið úrtak fyrrum starfsmanna austfirskra
svæðismiðla og viðtöl sem tekin voru við
fólk úr því úrtaki. Sú heimildaöflun var gerð
sérstaklega vegna þessarar rannsóknar.
Spurningakönnunin var send 36
viðtakendum. 24 þeirra störfúðu á austfirskum
prentmiðlum og 12 á ljósvakamiðlum.
Svarhlutfall var 78%. Tekin voru viðtöl við
12 einstaklinga. Af þeim störfuðu sex við
ljósvakamiðla, fjórir við prentmiðla og tveir
við hvort tveggja. Við val á viðmælendum var
mest litið til þess að ræða við þá sem hefðu
víðtækasta reynslu af ljölmiðlun og væru
jafnvel enn starfandi við ijölmiðla. Jafnframt
var leitast við að ná bæði til brottfluttra
viðmælenda sem og þeirra sem búsettir eru
á Austurlandi.
Rannsóknin var viðamikil og því af mörgu
að taka. En ég mun í þessari grein einskorða
mig við umljöllun um tildrög, starfsemi,
hlutverk og þróun Svæðisútvarps Austurlands.
Upphaf ljósvakamiðlunar eystra
Á 9. áratugnum átti sér stað þróun innan
Ríkisútvarpsins sem miðaði að því að efla
starfsemi stofnunarinnar á landsbyggðinni.
Árið 1982 hóf Ríkisútvarpið starfsemi
á Akureyri og þremur árum síðar var
Svæðisútvarp Norðurlands stofnað. Síðar á
árinu 1985,nánartiltekiðþann 1. september,
tók Inga Rósa Þórðardóttir til starfa sem
starfsmaður Ríkisútvarpsins á Egilsstöðum.
Henni var ætlað að sinna jöfnum höndum
fréttum og dagskrárgerð.1 I ársskýrslu
„Útvarp Egilsstaðir - rætt við Ingu Rósu Þórðardóttur“, Austri,
43. tbl., 31. árg. (6. nóvember 1986), s. 6.
54