Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 57
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
Guðmundur Steingrímsson tæknimaður við störf árið 1989. Ljósmynd: Haraldur Bjarnason.
Ríkisútvarpsins fráárinu 1985 segir stuttlega
frá upphafi starfseminnar á Egilsstöðum, þar
sem starfsmaður hafi komið sér fyrir í húsnæði
símstöðvarinnar.
Um haustið var skrifstofan útbúin
tækjum til að senda inn pistla í fréttatíma
með miklum hljómgæðum, og til að
menn úr landshlutanum geti tekið þátt í
umræðuþáttum sem sendir voru út á Rás
2. Þetta er bráðabirgðaráðstöfun, þar til
lokið hefur verið við innréttingu talstofu
á staðnum, þar sem fullvinna má þætti
inn á band til sendingar til Reykjavíkur,
og þaðan sem halda má úti svæðisútvarpi
á dreifikerfi Rásar 2 á Austfjörðum þegar
ákvörðun þar að lútandi hefur verið tekin.2
Af fundargerðum útvarpsráðs má ráða að strax
árið 1985, áður en Inga Rósa Þórðardóttir tók
2 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1985, s. 74.
til starfa sem starfsmaður RÚV áAusturlandi,
er farið að ræða alvarlega um stofnun
svæðisútvarps í íjórðungnum.3 Útvarpsráð
vildi hraða uppbyggingu dreifikerfis Rásar
2 (en svæðisstöðvamar sendu út í gegnum
það) og til umræðu kom hvort setja ætti
uppbyggingu svæðisstöðva á Austurlandi
og Vesturlandi í forgang, fram yfir stofnun
svæðisútvarps fyrir höfuðborgarsvæðið
„enda væm í Reykjavík höfuðstöðvar allrar
starfsemi Ríkisútvarpsins.“4 Sú varð þó ekki
raunin. I fundargerðum útvarpsráðs árin
1986 og 1987 er reglulega vikið að starfsemi
svæðisútvarpanna, einkum á Akureyri en
einnig í Reykjavík. Af því sem þar er bókað
má greina augljósan áhuga og velvilja
útvarpsráðs gagnvart starfsemi svæðisstöðva.
A fundi útvarpsráðs á Akureyri 20.
október 1987 er greint frá fyrirhugaðri
stofnsetningu Svæðisútvarps á Austurlandi
3 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 2820. fundur útvarpsráðs, 23. ágúst
1985.
4 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 2821. fundur útvarpsráðs, 30. ágúst