Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 60
Múlaþing
Svœðisútvarp Austurlands flutti í nýtt húsnœði í Miðvangi á Egilsstöðum í maí 1992. Húsnæðið var tekið í notkun
með formlegum hætti að viðstöddum gestum. Meðalþeirra voru Bogi Agústsson fréttastjóri Sjónvarps, Elfa Björk
Gunnarsdóttirframkvœmdastjóri RUVogHeimir Steinsson útvarpsstjóri. Ljósmynd: Svœðisútvarp Austurlands.
var samþykkt samhljóða. „Útvarpsráð lýsir
yfir ánægju með þróun svæðisútvarps á
Austurlandi og leggur áherslu á að áfram
verði haldið uppbyggingu svæðisútvarps
úti á landi. Samþykkir ráðið að hafmn verði
undirbúningur að rekstri svæðisútvarps á
Vestijörðum þannig að hægt verði að hefja
útsendingar eigi síðar en 1. október 1989.“°
í fundargerðum útvarpsráðs má sjá skýr
dæmi þess að starfsemi svæðisstöðvanna var
af hálfu forsvarsmanna RÚV hugsuð sem liður
í víðtækari samfélagsþróun á landsbyggðinni.
Á fundi útvarpsráðs í október 1989, þar
sem aðalefnið eru málefni nýstofnaðs
svæðisútvarps Vestfjarða, er eftirfarandi
bókað eftir þáverandi útvarpsstjóra, Markúsi
Erni Antonssyni: „Hann sagði að menn
fyrir vestan væru fyrst núna að gera sér
grein fyrir mikilvægi svæðisútvarps sem
13 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 2963. íundur útvarpsráðs, 12. ágúst
1988.
sameiningartákni íyrir ijórðunginn [leturbr.
mín].“14 Á fundi útvarpsráðs, sem haldinn
var á Akureyri í ágúst 1992 (í tilefni af 10
ára afmælis starfsemi RÚV á Norðurlandi),
kom fram í máli þáverandi útvarpsstjóra,
Heimis Steinssonar, að efla þyrfti samstarf
svæðisstöðvanna og RÚV. „Útvarpsstjóri
minnti á tilmæli Sunn- og Vestlendinga um
svæðisútvarp, reynslan af svæðisstöðvunum
væri góð, hér væri á ferðinni byggðastefna í
reynd [leturbr. mín].“15 Þessa viðhorfs gætir
einnig í orðum Kára Jónassonar, fréttastjóra
Útvarps, á fundi útvarpsráðs síðla árs 1999,
en þar sagði hann svæðisstöðvarnar „ekki
síst vera þýðingamikið byggðamál [leturbr.
mín].“16
14 Ríkisútvarpið - skjalasafti. 3020. fundur útvarpsráðs, 19. október
1989.
15 Ríkisútvarpið - skjalasaín. 3139. fundur útvarpsráðs, 14. ágúst
1992.
16 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3433. fundur útvarpsráðs, 9. nóvember
1999.
58