Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 63
Svæðisútvarp Austu rlands 1987-2010
Bygging álvers Alcoa á Reyðarfirði árið 2005. Starfsmenn Svœðisútvarpsins við störf. Heiður Ósk Helgadóttir,
Hjalti Stefánsson. Agúst Ólafsson og Asgrímur Ingi Arngrímsson. Ljósmynd: Hjalti Stefánsson.
á þann hátt að vinnubrögðin og nálgun
væru svipuð á öllum stöðvunum. Hún
hafði mikinn faglegan metnað fyrir því
að þróa starfíð á starfsstöðvunum. Þegar
síðan RUV var ohf.-vætt var skipuritinu
breytt og svæðisstöðvarnar færðar undir
fréttastjóra fréttastofu útvarps og svo síðar
sameiginlegrar fréttastofu. Þetta var mikið
óheillaskref fyrir svæðisstöðvamar því allt
í einu vom þær, sem stofnaðar vora til að
sinna ijölbreyttu hlutverki í dagskrárgerð
og sérstaklega á sínu landsvæði, famar
að þjóna eingöngu hlutverki fréttamiðils
á landsvísu. Þær höfðu orðið engan
sjálfstæðan tilgang og vom eingöngu
metnar út frá mælikvörðum fréttastofu
RUV. Það var því næstum innbyggt í
skipuritið að útsendingum svæðisstöðvanna
yrði hætt og starfseminni breytt allri í þá átt
að hún gæti þjónað Efstaleiti sem best.25
25 Spumingakönnun. Svar: Ásgrímur Ingi Amgrímsson, 1. október
2013.
Forstöðumaður Svæðisútvarpsins annaðist
daglegan rekstur deildarinnar auk
dagskrárgerðar og fréttaöflunar. Inga Rósa
segir að sem forstöðumaður hafí hún haft
fullt vald yfír dagskrárgerð Svæðisútvarpsins
og efnisvinnslu en birting á landsrásum var
hins vegar á valdi viðkomandi dagskrár- eða
fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu. Þetta faglega
hlutverk og ábyrgð á starfsstöðinni virðist
hafa haldið sér að mestu óbreytt þann tíma
sem Svæðisútvarpið starfaði, a.m.k. þar til það
færðist undir fréttastofu RÚV. Fjárráðin sem
tveir síðustu forstöðumennimir höfðu voru
þó afar lítil, en báðir gera það sérstaklega að
umtalsefni.26
Starfsmannahald og fjármögnun
Starfsmannaljöldi Svæðisútvarpsins var
breytilegur á starfstíma þess frá 1987-
2010. í upphafi voru starfsmenn þrír
26 Spumingakönnun. Svar: Inga Rósa Þórðardóttir, 29. september
2013; Edda Óttarsdóttir, 25. september 2013; Ásgrímur Ingi
Amgrímsson, 1. október2013.