Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 64
Múlaþing
Ihljóðveri Svœðisútvarps Austurlands í Miðvangi á Egilsstöðum árið 1999. Vilhjálmur Benediktsson tœknimaður
stýrir útsendingu. Ljósmynd: Svœðisútvarp Austurlands.
(forstöðumaður, sem jafnframt var frétta-
og dagskrárgerðarmaður, tæknimaður
og auglýsingafulltrúi). A fyrsta starfsári
Svæðisútvarps Austurlands bættist einn frétta-
og dagskrárgerðarmaður í hóp starfsmanna.
Sá var Haraldur Bjarnason, sem var fyrst um
sinn í hálfu starfi. Starfslið Svæðisútvarpsins
var því samansett af tveimur frétta- og
dagskrárgerðarmönnum, tæknimanni og
auglýsingafulltrúa.27 Sú samsetning hélst til
ársins 1999.
Eftir að Jóhann Hauksson tók við sem
forstöðumaður Svæðisútvarps Austurlands
árið 1999 íjölgaði starfsmönnum úr tjórum
í fimm, en þá bættist við myndatöku-
og tæknimaður fyrir sjónvarpsfréttir. I
forstöðumannstíð Agústs Olafssonar (2005-
2007) fjölgaði starfsmönnum úr fímm í sex
þegar bætt var við fréttamanni, en álag hafði
þá aukist mikið vegna framkvæmda við
Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfírði
sem voru mikið í fréttum. Þetta stöðugildi
fféttamanns var aflagt haustið 2008. Skömmu
eftir það sagði þáverandi forstöðumaður,
Edda Ottarsdóttir, upp störfum og við tók
Asgrímur Ingi Amgrímsson. Hann var fyrst
um sinn eini fréttamaðurinn ásamt því að vera
forstöðumaður. Hann reyndi að fá reyndan
fréttamann til starfa en án árangurs. Hlutskipti
sínu fyrstu mánuðina sem forstöðumaður lýsir
Asgrímur Ingi svo: „eftir að ég tók við var ég
í raun einn mestmegnis í nokkra mánuði og
gerði lítið annað en að hlaupa eins og hamstur
á hjóli við að framleiða fréttir og dagskrárefni
mestmegnis fyrir Svæðisútvarp, fréttir útvarps
og sjónvarps.“28
I spurningakönnuninni var spurt
um fjármögnun starfseminnar. I tilfelli
Svæðisútvarpsins var þar vísað til
hlutfalls framlaga ríkisins annars vegar og
auglýsingatekna hins vegar. Af svörunum
að dæma má sjá að þetta tvennt eru þeir
27 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1988, s. 25.
28 Spumingakönnun. Svar: Ásgrímur Ingi Amgrímsson, 1. október
2013.
62