Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 65
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
tekjustofnar sem reksturinn byggði á og
um aðrar tekjur var ekki að ræða nema í
undantekningartilvikum - og þá algjört
smáræði. Ekki var um að ræða kostun
dagskrárliða á þessum tíma, nema helst ef fé
fékkst úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til
dagskrárgerðar. Það verklag var alla tíð viðhaft
að auglýsingatekjur Svæðisútvarpsins runnu
beint til Ríkisútvarpsins, en kostnaður við
rekstur Svæðisútvarpsins kom af sérstökum
lið í ljárhagsáætlun móðurstofnunarinnar.
Af þeim sökum er erfitt að meta hver vom
hlutfoll auglýsingatekna til móts við framlög
ríkisins í tekjum Svæðisútvarpsins. Einn
forstöðumaður segir raunar að rekstrartölur
fýrir Svæðisútvarpið hafi aldrei verið sýnilegar
meðan hann starfaði og aldrei hafi fengist neitt
yfirlit um þær. Hann telur að þeim tölum hafi
ekki verið haldið sérstaklega til haga, nema
ef vera skyldi kostnaðinum.29
Svarendur könnunarinnar líta almennt svo
á að samkeppni um auglýsingar hafi ekki
verið mikil vegna sérstöðu Svæðisútvarpsins
á svæðinu. Þeir sem nefna samkeppnisaðila
benda á Dagskrána. Enginn þeirra minnist
þess að auglýsendur hafí reynt að hafa áhrif á
efnistök eða dagskrárgerð Svæðisútvarpsins.
Hins vegar segir Inga Rósa að margir aðrir
sem ekki auglýstu hafí reynt það og undir
það taka fleiri.30
Utsendingatími og samsetning
dagskrár
Fyrst eftir að Svæðisútvarp Austurlands
hóf starfsemi (í nóvember 1987) voru
svæðisbundnar útsendingar á fímmtudögum
og föstudögum milli kl. 18 og 18:30, en í
október 1988 var útsendingartími lengdur í
tæpa klukkustund (frá kl. 18-19). Um mitt
árið 1990 var útsendingartími svo aftur
29 Spumingakönnun. Svar: Ásgrímur Ingi Amgrímsson, 1. október
2013.
30 Spumingakönnun. Svar: Inga Rósa Þórðardóttir, 29. september
2013.
styttur í tvisvar sinnum hálftíma.31 í desember
árið 1994 var bætt við morgunútsendingu
Svæðisútvarpsins (milli kl. 8:10 og 8:30) tvo
daga vikunnar.32 Þær útsendingar urðu ekki
langlífar en þegar þær voru aflagðar var þriðju
síðdegisútsendingunni bætt við í hverri viku.
Á ámnum 1988-1998 sendi Svæðisútvarpið
út á bilinu 55-85 klst af svæðisbundnum
útsendingum á hverju ári. Mest var sent út
árið 1989 (85 klst) en þá vom jafnan tvær
klukkustundar langar útsendingar tvisvar í
viku.33 Utsendingartími var styttur um miðbik
árs 1990 vegna árekstrar svæðisútsendinga og
Þjóðarsálar á Rás 2, sem naut þá töluverðra
vinsælda. Sú ákvörðun mætti andstöðu, bæði
meðal forstöðumanna svæðisstöðvanna og
einnig innan útvarpsráðs, en gekk þó í gegn
á endanum.34 Þessari ákvörðun og þeirri
þjónustuskerðingu sem henni fylgdi var
mótmælt af hálfu aðalfundar SSA haustið
199035 og samskonar mótmæli komu þá frá
Fjórðungssambandi Norðlendinga.36 Minnst
var sent út árið 1991 (55 klst) og árin 1992
og 1993 (60 klst hvort ár). Annars var
útsendingartími Svæðisútvarps Austurlands
nokkuð jafn á þessu tímabili (1988-1998)
eða á bilinu 65-75 klst á ári. Álíka mikið var
sent út hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða á sama
tímabili, en útsendingartími Svæðisútvarps
Norðurlands var mun lengri (frá 173 klst og
upp í 398 klst á ári).37
31 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1988, s. 24;
Ársskýrsla RÚV 1990, s. 17-18.
32 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1994, s. 19.
33 Fjölmiðlun og menning 1999, Umsjón: Ragnar Karlsson, Hagstofa
íslands, Reykjavík 1999, s. 154-155 og 160.
34 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3050. fundur útvarpsráðs, 18. maí
1990.
35 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3062. fundur útvarpsráðs, 21.
september 1990.
36 Ríkisútvarpið - skjalasafn. 3065. fúndur útvarpsráðs, 12. október
1990.
37 Fjölmiðlun og menning 1999, Umsjón: Ragnar Karlsson, Hagstofa
íslands, Reykjavík 1999, s. 154-155 og 160.
63