Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 71
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
Námskeið hjá fréttariturum RÚV á Austurlandi. Ömar Bjarnþórsson, Margrét Urður Snorradóttir, Karólína
Þorsteinsdóttir, SigríðurAmadóttirfréttamaðuroglngaRósaÞórðardóttirforstöðumaðurSvœðisútvarpsAusturlands.
Ljósmynd: Svæðisútvarp Austurlands.
orðið aðhaldssamari og ágengari með
tímanum. Hjalti Stefánsson minnist þess að
einstaka sveitarstjórnarmönnum og öðrum
áhrifamönnum í austfirsku samfélagi hafí
stundum þótt ágengnin of mikil, en hann telur
það merki um að Svæðisútvarpið hafí verið
að sinna hlutverki sínu.61 Það samræmist líka
skilgreiningu Ágústs Ólafssonar á fréttastefnu
Svæðisútvarpsins sem hann segir hafa haft
það markmið að upplýsa og veita aðhald.62
I austfírsku samfélagi hefur slík stefna samt
ekki alltaf verið auðveld í framkvæmd vegna
fámennis og nálægðar. Heiður Ósk Helgadóttir
segir að fréttamenn Svæðisútvarpsins hafí að
sínu áliti staðið sig mjög vel „oft á tíðum við
mjög erfiðar aðstæður og kunningsskap.“63
Undir þetta tekur Edda Óttarsdóttir sem
segir að meginmarkmið fréttamanna Svæðis-
útvarpsins hafí verið að vera trúverðugir og
traustir í sínum fréttaflutningi. Hún kveðst
hafa verið upptekin af því að láta ekki smæð
samfélagsins hindra sig við að taka á erfiðum
málum.64 Ásgrímur Ingi Amgrímsson hefur
svipaða sögu að segja og Edda, Heiður Ósk,
Ágúst og Hjalti. Hann segir fréttamenn
Svæðisútvarpsins hafa lagt sig fram um að
vera gagnrýna en sanngjama. Fylgt var þeim
viðmiðum sem fréttastofa Ríkisútvarpsins
starfaði eftir. Einhverjum hafí vafalaust þótt
þau ganga of langt og öðmm þótt þau of lin.
íbúar íjórðungsins komu skoðunum sínum
reglulega á framfæri, ýmist kvörtuðu eða
hvöttu til dáða.
61 Spurningakönnun. Svar: Hjalti Stefánsson, 30. september 2013. « Spumingakönnun. Svar: Edda Óttarsdóttir, 25. september 2013.
62 Spurningakönnun. Svar: Ágúst Ólafsson, 26. september 2013.
63 Spurningakönnun. Svar: Heiður Ósk Helgadóttir, 24. september
2013.
69