Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 75
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
sinna vefnum.“80 Enn færri orðum er varið í
starfsemi svæðisstöðvanna í ársskýrslu áranna
2008-2009 (sem nær yfir rekstrarárið 1.9.
2008 til 31.8. 2009).
Fréttastofur útvarps og sjónvarps voru
sameinaðar 16. september 2008, en stjórn
svæðisstöðva var meðal þess sem heyrði
undir fréttastofuna. Óðinn Jónsson varð
fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu með
fjóra varafréttastjóra.81 Rúmu ári síðar var
svæðisbundinni starfsemi RUV hætt en að
því er einungis vikið stuttlega í ársskýrslu
RÚV fyrir árin 2009-2010.82
Lokaorð
Starfsemi Svæðisútvarpsins sinnti, gagnvart
Austurlandi öllu, þeim þremur hlutverkum sem
ætlast er til af hefðbundnum ljölmiðlum, þ.e.
aðhalds-, upplýsinga- og umræðuhlutverkum.
Aðhaldshlutverkinu var t.d. sinnt með
fréttaflutningi af framkvæmdum, atburðum og
ákvörðunum er vörðuðu almenning á svæðinu
og upplýsingahlutverkinu með auglýsingum
viðburða, umfjöllunum um atvinnu- eða
menningarlíf og almennum fréttum, svo
dæmi séu tekin. Umræðuhlutverkinu var
80 Vef. „Ársskýrsla Ríkisútvarpsins ohf. 1. sept. 2007 — 31. ágúst
2008“, s. 30. http://www.ruv.is/files/skjol/RUY_LR_END.pdf,
[Sótt 21.12. 2013].
81 Vef. „Ársskýrsla Ríkisútvarpsins ohf. 1. sept. 2008 -31. ágúst
2009“, s. 35. http://www.ruv.is/files/skjol/13806-RUV-new.pdf,
[Sótt 21.12. 2013].
82 Vef. „Ársskýrsla Ríkisútvarpsins ohf. 1. sept. 2009 -31. ágúst
2010“, s. 39. http://www.ruv.is/files/skjol/arsskyrsla2010.pdf,
[Sótt 21.12. 2013].
svo m.a. sinnt með því að fá aðila til að
skiptast á skoðunum um álitamál er vörðuðu
fjórðunginn og ákveðin byggðarlög innan
hans eða með viðtölum við forsvarsmenn
sveitarfélaga um efni er snertu almenning
(s.s. opinberar framkvæmdir eða skólamál).
Af þessu má sjá að hlutverk Svæðisútvarpsins
var víðtækt og snerti marga þætti samfélagsins
og var ekki síst mikilvægt fyrir lýðræðislega
umræðu og skoðanaskipti.
Þegar svæðisbundin starfsemi landshluts-
töðvanna var lögð niður í febrúar 2010 sögðu
stjómendur RÚV að spamaðurinn við það
næmi um 31 milljón króna (á þáverandi
verðlagi). Þetta var áætlaður sparnaður af
niðurlagningu útsendinga allra stöðvanna, ekki
bara á Austurlandi. Þetta er ekki há upphæð
í heildarútgjöldum RÚV en þau vom tæpir
4,5 milljaðaðar á þessu rekstrarári. En við
þessa ákvörðun varð Austurland fyrir mikilli
þjónustuskerðingu af hálfu almannaútvarpsins
auk þess sem fjölmiðlun á svæðinu dróst
mikið saman. Þau áhrif hafa skýrast komið
fram í samdrætti í upplýsingadreifmgu innan
svæðisins og minni opinberri umræðu um
samfélagsmál.
73