Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 85
Ur minningabrotum
Vigfusar Jónssonar
Vigfús Jónsson
Rjúpnakóngurinn
Nikulás hét maður, Guðmundsson, bjó
í Amkelsgerði á Völlum hraustmenni
mikið og karlmenni, hann var
meðalmeður á hæð, herðabreiður, mittismjór,
nefíð hátt, ennið lágt og flatt, augun snör,
svipurinn hýr og fylling í vöngum.
Þessi maður stundaði mikið rjúpnaveiðar,
og var af sumum kallaður „rjúpnakóngur“
og mátti það að vísu til sanns vegar færa, en
ekki fyrir þá sök að hann væri öllum mönnum
duglegri að veiða þennan fugl, heldur það að
hann var öllum mönnum duglegri að koma
honum á markað, og ég hygg að það hefðu oft
orðið dauf jól hjá mér og fleiri fátæklingum
í kringum hann, hefði hann ekki verið
brautryðjandinn í ferðunum.
Við vorum nágrannar í fleiri ár og frá 1900
til 1910 fórum við saman til Seyðisijarðar
alla vetrarmánuðina sem rjúpu mátti veiða.
Það var vani Nikulásar þegar við komum úr
ferð að segja: „Vigfús minn nú förum við
aftur, þennan mánaðardag sem hann tiltók.“
/ Vigfús Jónsson (1873-1953) fæddist á Seyðisfírði. Sama ár fluttu foreldrar hans til ^
Vesturheims og fór hann þá í fóstur til móðursystur sinnar að Stóra-Sandfelli í Skriðdal
og ólst þar upp.
Vigfús kvæntist árið 1897 Maríu Þorgrímsdóttur sem ættuð var frá Reyðarfirði. Fyrsta árið
bjuggu þau í Stóra-Sandfelli en fluttu sig síðan í Vallahrepp. Þar þau bjuggu í Grófargerði
1900-1911 og Tunghaga 1911-1919. Æskuheimili Vigfúsar og þessir bæir eru í næsta
nágrenni við Arnkelsgerði og voru kynni Vigfúsar við Nikulás Guðmundsson bónda löng
og góð.
Arið 1921 fluttu Vigfús og María á Reyðarfjörð þar sem þau byggðu sér hús sem þau
nefndu Dvergastein. Vigfús vann að jafnaði við vegagerð á sumrum og var í tvo áratugi
verkstjóri á Fagradals- og Eskifjarðarvegi. Á vetrum vann hann við bókband og þótti
afkastamikill og vandvirkur við þá iðju sem hann stundaði meðan stætt var. Handrit Vigfúsar
eru í varðveislu dóttursonar hans og nafna Vigfusar Ólafssonar frá Reyðarfírði og sló hann
þessi minningarbrot inn í tölvu.
V__________________________________________________________________________________Ritstj. y
83