Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 95
Ritfregnir
að hann virðist hafa óþarflega mikinn ýmigust á kommum. Helst mætti finna að bókinni að
í hana vantar nafnaskrár, en þær hefðu aukið gildi hennar sem heimildarits.
Hvað myndir varðar, þá hefði ég kosið að hafa fleiri gamlar myndir af bæjunum, og betri
skýringar við þær myndir af gömlum vinnubrögðum sem eru í bókinni. Einnig sakna ég góðra
litmynda af hinu svipmikla og litskrúðuga landslagi í dalnum, því að flugmyndir Hafsteins
Þórhallssonar eru ekki vel skýrar. Ritstjórar hafa selt bókina sjálfir, en auk þess verður hún
í helstu bókabúðum í Reykjavík og á Akureyri. (Á Austurlandi hefur Ingifinna Jónsdóttir á
Hvanná bókina til sölu, sími 471-1053, netf. ingifmna@emax.is).
Helgi Hcillgrímsson.
í spor Jóns lærða
Ritstjóri: Hjörleifur Guttormsson.
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 2013.
Prentun: Ednas print, Slóveníu.
Síðastliðið haust kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi bókin I spor Jóns lærða í
ritstjórn Hjörleifs Guttormssonar. Tilurð hennar má rekja til málþings sem haldið var í
Hjaltalundi árið 2008 til að minnast Jóns lærða. Þar steig á stokk á annan tug fræðimanna
og áhugamanna úr ýmsum áttum, en bókin er að verulegu leyti byggð á fýrirlestrum þeirra. Hér
er um að ræða mjög vandað ritverk þar sem fjallað er um Jón lærða frá ýmsum sjónarhomum
eins og komið verður að síðar. Greinarnar eiga það sameiginlegt að vera fróðlegar og fara
ítarlega í það efni sem til umijöllunar er hverju sinni. Segja má að sumar þeirra hreinlega
drakkni í fróðleikshlutverkinu því þær verða þurrar og leiðinlegar aflestrar á meðan aðrar eru
bæði fræðandi og skemmtileg lesning. Bókinni er skipt upp í sjö meginkafla auk þess sem
hljómdiskur með fjölbreyttu efni fylgir.
Fyrsti kaflinn ber yfirskriftina Jón lærði - æviferill, vettvangur og störf. Hann samanstendur
af fímm greinum þar sem fjallað er um Jón frá ýmsum sjónarhomum. Magnús Rafnsson
skrifar t.d. ítarlega grein um Strandamanninn Jón lærða, Helgi Hallgrímsson skrifar um
náttúrufræðinginn Jón lærða, Þóra Kristjánsdóttir skrifar um listamanninn Jón lærða og
Hjörleifur GuttoiTnsson ritstjóri bókarinnar skrifar um dvalarstaði Jóns lærða á Úthéraði.
Inngangsgrein bókarinnar og einskonar hryggjarstykki hennar er þó grein Einars G. Péturssonar
um ævi og störf Jóns lærða.
Eiginleg ævisaga Jóns lærða hefur ekki verið rituð en ýmsir fræðimenn 19. og 20. aldar
fjölluðu um hann í ritum sínum og birtu jafnvel sýnishom úr handritum hans. Hér rekur Einar
þó í ítarlegri grein æviferil Jóns sem bjó víða um Strandir, Snæfellsnes og suðvestanvert landið
93