Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 98
Utgerðarkona
r r
Utgerðarsaga Olafar Bjamadóttur
r
Arið 1940 birtist í tímaritinu Hlín grein, undirrituð „ Seyðfirsk kona “. Er þar sagt frá
útgerð Olafar Bjarnadóttur á Seyðisfirði sem greip til þess ráðs er hún varð ekkja að
hefia útgerð sér og sínum til lífsviðurværis og stundaði þá atvinnu í tœpan áratug við
góðan orðstír. Fáum sögum fer afkonum íþessari atvinnugrein ogþvífull ástæða til að halda
þessarrifrásögn á lífi. Olöfþótti um margt merki/eg kona. Hún náði háum aldri, varð 103 ára.
Seinni helming œvinnar var hún búsett á Egilsstöðum á Völlum hjá dóttur sinni og tengdasyni
ogþá jafnan kölluð Olöf á Egilsstöðum. . ,
íslandssagan greinir frá ýmsum konum á öllum öldum sem ber hærra en almennt. Þó er það
engin sönnun þess, að þær hafi haft yfírburði yfir ýmsar hinar sem ekki er getið um. Ytri atvik
valda því oft að einn ber hærra en annan. Hið raunverulega manngildi er oft falið undir erfiðri
lífsbaráttu og hleypidómum samtíðarmanna. Það er eimitt á þeim slóðum sem afburðarmanneskjur
oft eru faldar og af slíkum stofnum sem hinir glæsilegri affeksmenn spretta. Það má fullyrða að
á 19. öldinni fæddist margt af harðgerðu og efnismiklu fólki á Islandi. Engir nema afreksmenn
hefðu áorkað þeirri viðreisn íslensks lífs sem varð á síðari helmingi 19. aldar Vissulega hefur
hinn íslenski kynstofn á öllum öldum alið margt ágætra manna og kvenna en ég fullyrði að það
er sérkennilegur ffamsóknar- og hugarsvipur yfir fólki því sem fæddist hér á landi á 19. öld.
Ekki var þó því til að dreifa að þetta fólk væri fætt í háreistum húsakynnum eða nyti miklar
skólamenntunar. Þrátt fýrir það lagði það homsteina að þeirri menningu sem nú er ríkjandi
hér á landi.
Árið 1834 fæddist stúlka í Hellisfírði við Norðfjarðarflóa í Suður-Múlasýslu sem Ólöf var
skírð, var hún dóttir Bjama bónda þar. Árið 1937 dó að Egilsstöðum á Völlum kona nær 103
ára gömul. Var það sama konan, Ólöf á Egilsstöðum, eins og hún var oftast kölluð síðari ár
ævi sinnar. Var þá lokið æviskeiði einnar af þessum 19. aldar konum, sem áður er vikið að.
Það er langur tími að lifa yfir 100 ár. Á þeim tíma reynir hver maður sem svo lengi lifír, mikið
af sorg, mikið af gleði, mikið af þjáningum og mikla hamingju. Það þarf mikla orku til að lifa
svo lengi og njóta lífsins allan þann tíma í þess margbreytilegu myndum. Ólafar á Egilsstöðum
hefur áður verið minnst opinberlega, bæði á aldarafmæli hennar og við fráfall hennar, en ég
tel rétt að hennar sé minnst enn og sérstaklega þess hluta ævi hennar sem hún starfaði sem
sjálfstæð kona eftir fráfall manns síns.
Pétur Sveinsson, sonur Sveins alþingismanns í Vestdal, bjó á Brimnesi við Seyðisfjörð laust
eftir miðja 19. öld. Hann hafði átt fyrir konu Þórunni Hermannsdóttur ffá Selsstöðum en missti
hana. Ólöf varð síðari kona hans, giftust þau 1861 og fluttist Ólöf þá til hans að Brimnesi.
Hafði hún með sér systurson sinn ársgamlann, Ólaf Pétursson, (1860-1944) sem fæddur var
á Hofí í Norðfírði og ólst hann upp hjá þeim Pétri til 18 ára aldurs. Mun fátítt að brúðir flytji
með sér fósturson í heimilið. En slíkt er undir eins bending á hvað í konunni býr. Það er ekki
hóglífið sem hún hugsar sér. Nei, það er starfíð og umhyggjan fyrir hinni uppvaxandi kynslóð.
Er Ólafur lifandi enn, nú 80 ára, og hinn hressasti og er hann heimildarmaður að nokkru að
því sem hér fer á eftir. Þau Pétur og Ólöf bjuggu á Brimnesi þar til vorið 1868 að þau fluttu að