Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Qupperneq 107
Sigurður Z. Gíslason
Æskuminningar
Austurland er Eden jarðar, æsku minnar paradís
Indriði Ásmundsson á Borg í Skriðdal átti
fyrir 3ju konu Kristrúnu Andrésdóttur,
Guðmundssonar, Ketilssonar Ásmunds-
sonar, blinda á Hrafnabjörgum, Olafssonar
prests á Sauðanesi, Guðmundssonar,
Olafssonar, Jónssonar, Olafssonar prests
á Söndum Jónssonar. Þau hjón Indriði og
Kristín þessi, sem er út af sr. Ólafi áttu
son Ólaf. Það er Ólafur Indriðason prestur
á Kolfreyjustað, faðir þjóðskáldsins Páls
Ólafssonar og Jóns ritstjóra. En Indriði
á Borg var bróðir Hallgríms langafa míns
Ásmundssonar, Helgasonar, Ólafssonar bónda
á Svertingsstöðum í Eyjafírði.
Vil ég geta þess að börn Hallgríms
Ásmundssonar voru Helgi faðir föður míns
og Guðrún móðir sr. Sigurðar Gunnarssonar
í Stykkishólmi og Gunnars hreppstjóra á
Ljótsstöðum, föður Gunnars, rithöfundar
Gunnarssonar í Fredsholm á Sjálandi (síðar
á Skriðuklaustri). Yfírleitt er það einkenni
á forfeðrum mínum að þeir eru skáldmæltir
og talsverð karlmenni. Þeir voru djarfír með
fádæmum og áræðnir, framsýnir og forvitrir.
Um þá er talsverð saga. T.d. er eftir einn
þeirra kvæðið hrakfallabálkur, höfundur
telur sig hafa ratað í margar raunir og berst
við hvers konar vágesti. Þá glímdu þeir við
forynjur og drauga, voru göldróttir og gjörðu
gemingahríðir, sbr. Gemingahríð Hermanns
í Firði á Hallgrím.
Sagnir frá Hallgrími langafa
Hallgrímur langafí minn kvað eitt sinn niður
draug, er mætti honum og réðist á hann á
Þórdalsheiði frá Reyðarfirði til Skriðdals og
ætlaði að hrinda honum niður í gil eitt ægilegt.
Hallgrímur kvað:
Ertu jjandinn eða hvur,
eldi granda meinvœttur?
Mót þér standi máttugur
minn guð andi heilagur.
Varp hann haug og varðaði yfír kauða og
stendur varðan ennþá. Komst Hallgrímur
þrekaður mjög til byggða og lá í 8 vikur eftir
atvikið.
Eitt sinn kom Hallgrímur með Ingibjörgu
konu sinni neðan úr Mjóafirði, vom með
lest, fóru um Slenjudal og ætluðu niður á
Völlu. Á móturn Slenjudals og Fagradals
er bær sá er Þuríðarstaðir heita. Ætluðu þau
að gista þar, en vissu ekki að bærinn var í
eyði, guðar Hallgrímur á glugga og segir:
„Hér sé Guð.“ Þá er svarað inni fyrir: „Hér
105