Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 110
Múlaþing
Séð heim að Egilsstöðum í Vopnafirði: Eigandi myndar: Baldur Hallgrímsson.
en orðið að steinum, sjást eins og tveir menn
standa þar uppi og hreyfast hvergi.
Það land sem Egilsstaðir eiga til Ijallanna,
Egilsstaðafjallið, er beggja vegna markað
tveimur gljúfragiljum en hið innra liggur
þó í Heiðardal, fellur á sú er Þverá nefnist
eftir gljúfrinu og gilið samnefnt. I því gili
standa standberg fram á milli skjólsælla og
gróðurríkra hvamma. Þar næða aldrei stormar,
þar eru talsverðar skógleifar. Þar raulaði
maður oft: „Lít ég glaður gljúfur lands.“
í ytra gilinu, Kvíslárgilinu, em mörg fögur
standberg, en eitt er þó merkilegast og heitir
Kxummabrík, er það þrítugur klettur teinréttur
á alla þrjá vegu og er eins og hinn traustasti
múr. Sögn segir að hann hafi frá ísöld staðið af
sér alla umtumun náttúmnnar og að hann eigi
að standa um aldur og ævi óbreytanlegur. Svo
traust er þetta berg, að hvergi sést að (jöklar)
hafi getað rispað það minnstu vitund. Þetta
berg var löngum yndi mitt, það var gaman að
ganga fram á það og horfa niður, ennfremur
að reyna að klífa það, en það hefur víst enginn
getað. Ég hefi að vísu farið það upp í kaðli
og var það fifldirfska.
Gaman að klifra í klettum
Annars hafði ég af engu meira gaman en
klifra í klettagljúfrunum og mátti maður oft
til að gera það til þess að ná óþægum kindum.
Maður komst stundum tæpt í sillunum en allt
bjargaðist það þó af. Ég var snemma bíræfmn
og sást lítt fyrir. T.d. var það 1914 eitt sinn
að ég var að líta að kindum. Fór ég innúr um
hjalla og inn í afrétt þá sem fylgja jörðinni
þriggja tíma gang. En til baka ætlaði ég að
huga í Þverárgilið, það var svo oft að fé væri
einmitt þar í skjólinu. Nú var ég kominn lengst
inn á afrétt, en þá datt mér nokkuð í hug.
Hvemig væri nú að fara niður í gilið þama
og fara svo heimleiðis eftir gilinu, án þess að
fara nokkm sinni upp úr því á milli þess sem
108